Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taka ákvarðanir um leiðakerfið í samráði við Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Við uppbyggingu leiðakerfis Strætó er leitast við að nýta fjármagn á sem hagkvæmastan hátt þannig að það nýtist sem flestum.
Hvað er Nýtt leiðanet?
„Nýtt leiðanet“ er framtíðarsýn um heildstætt leiðanet almenningssamganga með borgarlínuvögnum og hefðbundnum strætisvögnum. Grunn áherslur leiðanetsins snúast um aukna tíðni og styttri ferðatíma en í núverandi leiðakerfi Strætó.