Föstudaginn 21. apríl 2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir (SH), sviðsstjóri mannauðs- og gæðasviðs.


1. Vagnakaupaútboð

Strætó hefur fjárfest í 9 rafmagnsvögnum sem væntanlegir eru til landsins í lok sumars. Tekið var lán vegna þeirrar fjárfestingar og eru eftirstöðvar lánsins nú um 790.000 EUR. Framkvæmdastjóri óskaði eftir heimild stjórnar til að bjóða út kaup á tveimur rafmagnsvögnum til viðbótar fyrir þá upphæð. Stjórn heimilaði útboðið og felur framkvæmdastjóra að undirbúa framkvæmd þess.


2. Áhættumat

Elísa Kristmannsdóttir, deildarstjóri fjármálasviðs kom fyrir fundinn og kynnti áhættustefnu og áhættugreiningu Strætó. Helstu áhættur rekstrarins eru tilkomnar vegna aldurs vagnaflotans, fjárhagsstöðu og verðlagshækkana.

Áhættumat 2023

Áhættumat 2023

3. Kjarasamningsmál

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu kjarasamninga Strætó við Sameyki og FIT. Kjarasamningur Sameykis rennur úr 30. september 2023 en kjarasamningur FIT rann út 31. mars sl. Stjórn veitti Jóhannesi Rúnarssyni framkvæmdastjóra, Sigríði Harðardóttur sviðsstjóra mannauðs- og gæðasviðs og Steinari K. Hlífarsyni deildarstjóra akstursdeildar umboð til að semja við stéttarfélögin fyrir hönd Strætó.


4. Ársfundur/aðalfundur 2022

Stjórn fól framkvæmdastjóra að koma með tillögur að stað- og tímasetningu ársfundar Strætó.


5. Farþegafjöldi og sölutölur mars

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu fargjaldatekna og fjölda innstiga í vagna Strætó. Tekjur fyrsta ársfjórðungs eru yfir áætlun sem og fjöldi innstiga en þau hafa náð yfir einni milljón alla fyrstu þrjá mánuði ársins sem er met frá því rafrænar talningar hófust í vögnum Strætó.


6. Kostnaðarskipting til framtíðar/stefnumótun

Samkvæmt stefnumótun Strætó frá 2020 var eitt verkefnanna að stjórn endurskoði kostnaðarskiptingu reksturs Strætó á milli sveitarfélaga. Stutt umræða um skiptinguna var á fundinum en lagt til að greina betur og taka frekari umræður fljótlega.


7. Landsbyggðarstrætó

Framkvæmdastjóri kynnti stöðu landsbyggðarstrætó, þjónustuhlutverk Strætó og ábyrgð Vegagerðarinnar á þeirri starfsemi. Stjórn lýsir yfir áhuga á frekari samtali við Vegagerðina vegna samstarfsins.

Landsbyggðarstrætó

Landsbyggðastrætó

8. Erindi frá Perlunni vegna leiðar 18

Fyrir fundinum lá erindi frá forsvarsmanni Perlunnar um breytingar á leið 18, á þá leið að lengja leiðina upp að bílastæði Perlunnar. Stjórn telur ekki unnt að verða við þeirri breytingu en felur framkvæmdastjóra að leggja mat á aðra möguleika og kostnað til að koma til móts við óskir Perlunnar.


9. Erindi frá Kynnisferðum

Fyrir fundinum lá erindi frá Kynnisferðum þess efnis að Strætó leiðrétti greiðslur til þeirra frá 1. nóvember 2022 vegna samþykktra launahækkana SA og Eflingar stéttarfélags og þeirra áhrifa sem það hefur á vísitölu launa. Stjórn Strætó fól framkvæmdastjóra að svara í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:10.