Strætó veitir þriðju aðilum aðgang að rafrænum gögnum um leiðarkerfið.

Rauntímagögnin innihalda upplýsingar um hvern vagn, eins og staðsetningu, stefnu, leið, síðustu stöð sem vagninn ók um og næstu stöð sem vagninn mun eiga viðkomu á.

Gögnin eru á XML formi og þau endurnýjast á 2 til 5 sekúndna fresti.

Sækja um aðgang

Til þess að sækja um aðgang þá þarf að senda tölvupóst á Daða Áslaugarson, yfirmann upplýsingatæknimála hjá Strætó. Tölvupósturinn þarf að innihalda:

  • Fullt nafn
  • Símanúmer
  • Heimilisfang
  • Kennitölu
  • Netfang

Rauntímagögn - Skjölun

Lýsing á sviðum í xml-rauntímastraum:

 

„time“ : tímastimpill frá GPS á forminu YYMMDDhhmmss

„lat“, „lon“ : staðsetning vagns samkvæmt GPS

„head“ : akstursstefna samkvæmt GPS í gráðum (0=N)

„fix“ : segir til um gæði GPS upplýsinga ef fix er 0 er GPS ekki að virka eða sér ekki næganlega mörg GPS-gervitungl til að upplýsingarnar séu marktækar

„route“ er leiðarnúmerið

„stop“ er stöðvarnúmer sem síðast var farið um

„next“ er næsta stöðvarnúmer

 

búnaðurinn sendir GPS upplýsingar þegar viss tími hefur liðið frá síðast eða þegar vissir atburðir gerast, venjulega nokkrar sekúntur, þá segir sviðið „code“ til um atburðinn

 

„code“ getur verið :

2: vagn stöðvast

3: vagn leggur af stað

4: slökkt er á vél vagnsins (upplýsingar sendar á 2 mín fresti í þessu ástandi)

5: vél vagns ræst aftur

6: enginn atburður annað en tiltekni tími liðinn

7: vagn fer um stoppistöð