Strætó veitir þriðju aðilum aðgang að rafrænum gögnum um leiðarkerfið.
Í boði eru annars vegar gögn sem lýsa áætlun og hinsvegar rauntímagögn sem segja til um staðsetningu vagna á hverjum tíma.
Gögn um áætlun
Þessi gögn lýsa öllu leiðarkerfinu á svokölluðum GTFS-staðli.
GTFS er opinn staðall sem Google notar til að lýsa almenningssamgöngukerfum.
GTFS gögn Strætó
Í þessum gögnum eru allar stoppistöðvar listaðar með staðsetningu ásamt öllum ferðum, komu- og brottfaratíma á hverri stöð fyrir hvern dag. Einnig er akstursleið tilgreind fyrir hverja leið.
GTFS gögnin eru á „zip-skrá“ sem inniheldur textaskrár sem staðallinn lýsir.
Hægt er að hlaða niður núverandi GTFS gögnum hér:
Rauntímagögn
Nauðsynlegt er að sækja um aðgang að rauntímagögnum Strætó. Frekari upplýsingar hér: