Strætó veitir þriðju aðilum aðgang að rafrænum gögnum um leiðarkerfið.


Í boði eru annars vegar gögn sem lýsa áætlun og hinsvegar rauntímagögn sem segja til um staðsetningu vagna á hverjum tíma.

Gögn um áætlun

Þessi gögn lýsa öllu leiðarkerfinu á svokölluðum GTFS-staðli.

GTFS er opinn staðall sem Google notar til að lýsa almenningssamgöngukerfum.

 

GTFS gögn Strætó

Í þessum gögnum eru allar stoppistöðvar listaðar með staðsetningu ásamt öllum ferðum, komu- og brottfaratíma á hverri stöð fyrir hvern dag. Einnig er akstursleið tilgreind fyrir hverja leið.

GTFS gögnin eru á „zip-skrá“ sem inniheldur textaskrár sem staðallinn lýsir.

GTFS staðal reference er hægt að sjá hér

Hægt er að hlaða niður núverandi GTFS gögnum hér:

Athugið að það stendur til að formatt GTFSskráa breytist á næstunni vegna hugbúnaðaskipta.

Helstu atriði sem þarf að athuga varðandi muninn á nýja GTFS formattinu og það gamla:
1. Nú eru settar gæsalappir utan um mörg textasvið
2. Röð dálka hefur breyst, og gæti breyst enn frekar. Notið header-línu til að ákvarða röðina
3. Bæst hafa við dálkar í sumum töflunum, t.d. „pickup_type“.
4. Nú er til staðar skráin calendar.txt í viðbót við calendar_dates.txt
5. Athugið að sum svið sem voru áður tölur eru nú strengir. t.d. „trip_id“
6. Áður var hægt að lesa úr sviði „service_id“ í „trips.txt“ hvaða daga vikunar ferð er ekin, en rétt aðferð til að ákvarða það er að nota skrárnar „calendar.txt“ og „calendar_dates.txt“


Rauntímagögn

Nauðsynlegt er að sækja um aðgang að rauntímagögnum Strætó. Frekari upplýsingar hér:


Upplýsingatæknideild Strætó