Strætó leggur áherslu á andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks og vill stuðla að heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi.
Meginmarkmið viðverustefnu er að draga úr fjarvistum vegna veikinda, styðja og hlúa að starfsfólki vegna fjarveru frá vinnu til lengri eða skemmri tíma með markvissum aðgerðum. Tilgangur stefnunnar er að samræma verkferla vegna fjarvista, auka velferð og stuðla að vellíðan starfsmanna.
Til þess að framfylgja viðverustefnu leggur Strætó áherslu á eftirtalin atriði:
- Skýrar tilkynningar og skráningar um veikindi og slys
- Regluleg samskipti stjórnenda og starfsmanna í veikindum
- Sveigjanleiki þegar kemur að fjarvistum vegna fjölskylduaðstæðna
- Koma til móts við þarfir starfsfólks við endurkomu til vinnu eftir því sem við á
Árlega er tekið saman yfirlit yfir stöðu fjarvista.