Strætó vill vera til fyrirmyndar og leiðandi í umhverfismálum og umhverfisvernd og skulbindur sig til þess að draga úr, beinum og óbeinum, neikvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfið.
Til þess að framfylgja umhverfisstefnu leggur Strætó áherslu á eftirtalin atriði:
- Að umhverfismál skuli alltaf höfð að leiðarljósi í öllum rekstri fyrirtækisins og að unnið sé að stöðugum umbótum og mengunarvörnum.
- Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni.
- Að náttúruauðlindirnar séu nýttar skynsamlega.
- Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar.
- Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu.
- Að tryggja þjálfun og menntun starfsmanna þannig að þeir öðlist tilskilda þekkingu og þjálfun til að sinna starfi sínu á umhverfisvænan og öruggan hátt.
- Að sömu kröfur verði gerðar til verktaka/akstursaðila sem sjá um rekstur strætisvagna.
- Að upplýsa almenning um ávinning almenningssamgangna og stuðla þannig að aukinni notkun þeirra
- Uppfylla kröfur sem gerðar eru í lögum og reglugerðum er varða umhverfismál starfseminnar og ganga lengra eins og kostur er
Árlega er tekið saman yfirlit yfir stöðu umhverfismála