Jafnlauna- umhverfis- og öryggisstjórnkerfið

Strætó bs. hefur skilgreint stjórnkerfi sem uppfyllir kröfur ÍST 85,.

Jafnlaunahluti stjórnkerfisins nær til allra starfsmanna Strætó og samanstendur af jafnlaunastefnu, starfslýsingum, jafnlaunaviðmiðum, verklagsreglum og öðrum tilheyrandi ferlum og skjölum. Framkvæmdarstjóri ber ábyrgð á kerfinu, jafnlaunastefnu og að lagalegum kröfum sé fylgt. Stjórnendum ber að tryggja að nauðsynlegar auðlindir séu tiltækar við innleiðingu og viðhalds jafnlaunakerfis, þar með talið mannauður, sérfræðikunnátta, tækni og fjármagn. Sviðstjóri mannauðs- og gæðasviðs heldur utan um jafnlaunakerfið og er ábyrgðaraðili þess í umboði æðstu stjórnenda. Sviðstjóri mannauðs- og gæðasviðs er einnig ábyrgur fyrir því að upplýsa starfsmenn með formlegum hætti um jafnlaunastefnu Strætó og tryggja að hún sé aðgengileg almenningi

Fyrir utan almennan rekstur fylgja starfseminni m.a. innkaup, starfsmannahald, upplýsingatækni, töluverð efnanotkun, margháttaður úrgangur og ýmsar lagalegar kröfur og reglugerðir varðandi starfsemina. Önnur svið Strætó bs. skrifast því inn í ákveðna ferla stjórnkerfisins þar sem við á og þá sérstaklega þegar um sameiginleg viðfangsefni er að ræða sem hafa áhrif á starfsemi hins vottaða sviðs.

 

Vitinn – handbók

Til stuðnings kerfinu hafa ferli verið skráð í handbók á rafrænu formi sem er að finna undir nafninu „Vitinn“ og hafa starfsmenn aðgang að henni. Ferlar stjórnkerfis eru, að jafnaði, á ábyrgð viðeigandi sviðsstjóra, framkvæmdastjóra eða gæðastjóra sem samþykkja ferla og innleiða í samráði við gæðastjóra.

 

Skjöl stjórnkerfa

Yfirlit yfir kröfur staðla og tegundir skjala er að finna í US 001 Skjalalisti.

Yfirlit yfir gæðaskrár er að finna í US 001 Skjalalisti.

Yfirlit yfir utanaðkomandi skjöl  er að finna í SK 001.

 

Kröfur – lagalegar og aðrar

Yfirlit yfir lagalegar kröfur eru að finna í SK 004 Kröfulisti í málakerfi. Framkvæmdastjórn ber ábyrgð á að kröfum sé framfylgt í starfsemi fyrirtækisins og að nýjar kröfur, s.s. lög og reglugerðir rati inn í SK 004. Gæðastjóri sér um eftirfylgni og að rýni krafna hafi farið fram, a.m.k. einu sinni á ári.

 

Rýni stjórnenda

Heildarrýnifundur stjórnenda er haldinn árlega, einu sinni eða oftar. Fundargerðir eru geymdar í málakerfi.

 

Innri úttektir

Um innri úttektir, sjá VL 016 Innri úttektir. Gögn eru geymd í Málakerfi.

 

Birgjamat

SK 012 Birgjamat í málakerfi.

 

Innri og ytri samskipti

Innri og ytri samskipti og upplýsingagjöf varðandi umhverfis- og öryggismál fara að öllu jöfnu fram í gegnum mannauðs- og gæðasvið. Ýmist er um að ræða formlega fræðslu, námskeið o.þ.h. eða upplýsingagjöf með tölvupósti.

Samskipti við fjölmiðla eru í höndum upplýsingafulltrúa og framkvæmdastjóra.

 

Áhættur og tækifæri

SK 011 Áhættugreining umhverfis- og öryggismál í Málakerfi.

SK 020 Ytri og innri málefni umhverfis- og öryggismála í Málakerfi.

 

Hagsmunaaðilar

SK 019 Hagsmunaaðilagreining umhverfis- og öryggismála í Málakerfi.

 

Stöðugar umbætur

Myndin sýnir umfang stjórnkerfanna á myndrænan hátt og hvernig leitast er við að viðhalda stöðugum umbótum. Yfirlit verkefna er í SK 005 Umbótaverkefnaskrá í Málakerfi.

Til að viðhalda stöðugum umbótum er notast við ýmis verkfæri, niðurstöður metnar og brugðist við. Ábendingakerfið er eitt mikilvægasta verkfærið til að meta þarfir viðskiptavina en þar er ýmist brugðist við einstaka ábendingum sem inn koma eða umbótaverkefni skilgreind út frá málaflokkum hverju sinni.

SK 004, SK 011, SK 012, SK 019 og SK 020 eru einnig nýttar til að viðhalda stjórnkerfinu en niðurstöður og ákvarðanir eru metnar á rýnifundum stjórnenda.