Markmið þjónustustefnunnar er að uppfylla hlutverk Strætó og veita viðskiptavinum góða þjónustu og gæði sem byggir á því að viðskiptavinir komist leiðar sinnar með Strætó á öruggan, fljótlegan og umhverfisvænan hátt.
Meginhlutverk Strætó er að veita góða þjónustu á sviði almenningssamgangna með það að leiðarljósi að koma til móts við óskir og væntingar viðskiptavina.
Stefna Strætó er að auka þjónustu og gæði til viðskiptavina sinna og efla almenningssamgöngur þannig að Strætó verði fyrsti valkostur íbúa höfuðborgarsvæðisins í og úr vinnu eða skóla. Það gerir starfsfólk af ánægju með gildi Strætó, áreiðanleika, samvinnu og drifkraft að leiðarljósi.
Til þess að framfylgja þjónustustefnu eftir munu stjórnendur og starfsmenn leggja áherslu á að:
- Þekkja hlutverk, stefnu og gildi fyrirtækisins
- Sýna drifkraft í störfum sínum með frumkvæði, kjark og þor að leiðarljósi
- Vinna vel saman að hagsmunum og framtíðarsýn Strætó og mynda þannig sterka liðsheild
- Skapa traust þeirra sem reiða sig á þjónustu Strætó og sýna áreiðanleika og ábyrgð í verki.
- Sýna viðskiptavinum jákvætt viðmót og kurteisa framkomu
- Vera vingjarnleg og hjálpfús gagnvart öllum viðskiptavinum
- Geta veitt upplýsingar um starfsemi Strætó
- Klæðast hreinum og snyrtilegum einkennisfatnaði merktum Strætó þar sem við á
- Bera virðingu fyrir ásýnd Strætó og umhverfi
Árlega er tekið saman yfirlit yfir stöðu þjónustumála.