Strætó leggur áherslu á andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks og vill stuðla að heilbrigðu og öruggu starfsumhverfi.
Það er sameiginlegt verkefni stjórnenda og starfsfólks að skapa jákvæða og heilbrigða vinnustaðamenningu þar sem gagnkvæm virðing, traust og
heilindi er í fyrirrúmi.
Hegðun sem felur í sér einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreiti eða ofbeldi (hér eftir nefnt EKKO) er undir engum kringumstæðum liðin í vinnuumhverfi Strætó bs. og eru allar ábendingar um slíka hegðun teknar alvarlega. Þegar ábending eða rökstuddur grunur um EKKO kemur upp í vinnuumhverfi Strætó bs. skal fylgja viðbragðsáætlun Strætó bs. vegna EKKO. Strætó bs. leggur ríka áhersla nærgætni og fagmennsku í vinnslu mála sem tengjast EKKO.