Strætó leggur áherslu á andlega, líkamlega og félagslega heilsu starfsfólks og vill stuðla að heilbrigðu og öruggu starfsumhverfi.


Stjórnendur og starfsfólk ber sameiginlega ábyrgð á að skapa jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningu þar sem gagnkvæm virðing, traust og heilindi er í fyrirrúmi.

Til að undirstrika þessar áherslur tekur Strætó skýra afstöðu gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Slík hegðun er aldrei liðin og mun Strætó bregðast með afgerandi hætti við slíkum málum sem upp kunna að koma. Ef starfsmaður með orðum, látbragði eða atferli ógnar, truflar eða sýnir öðrum ósæmilega hegðun, leggur í einelti eða áreitir annan einstakling getur það leitt til áminningar og/eða uppsagnar úr starfi.

Til þess að framfylgja stefnu Strætó gegn einelti, áreitni og ofbeldi er lögð áhersla á:

  • Skýra stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi
  • Verkferli og viðbragðsáætlun ef upp kemur eineltis- áreitis- eða ofbeldismál
  • Heilbrigt og öruggt starfsumhverfi
  • Fræðslu og forvarnir gegn einelti, áreitni og ofbeldi
  • Nærgætni og fagmennsku í öllum aðgerðum sem tengjast einelti, áreitni og ofbeldi

Árlega er tekið saman yfirlit yfir stöðu eineltis- áreitis- og ofbeldismála.