Strætó vill vera til fyrirmyndar í öryggis- og vinnuverndarmálum. Áhersla er lögð á að gæta fyllsta öryggis í allri starfsemi fyrirtækisins með öryggi starfsmanna og viðskiptavina ávallt að leiðarljósi.
Strætó stefnir að því að skapa slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður, verktaki eða almenningur bíður heilsu- eða líkamstjón í starfsumhverfi Strætó.
Markmið öryggisstefnunnar er að uppfylla hlutverk og framtíðarsýn Strætó sem er meðal annars að vera þjónustufyrirtæki á sviði almenningssamgangna á höfuðborgasvæðinu og mikilvægasti hlekkurinn í samgöngukeðju höfuðborgarsvæðisins. Til að uppfylla hlutverk og framtíðarsýn hafa starfsmenn gildi Strætó að leiðarljósi; áreiðanleika, samvinnu og drifkraft.
Til þess að framfylgja öryggisstefnunni munu stjórnendur og starfsmenn leggja áherslu á að:
- Þekkja hlutverk, stefnu og gildi fyrirtækisins
- Móta og skapa öryggismenningu sem nær til allra starfsmanna Strætó
- Starfsmenn leggi sig fram um að sýna ábyrgð og áreiðanleika í verki og efli þannig traust og öryggi annarra starfsmanna og viðskiptavina
- Fyrirtækið stuðli að góðri heilsu starfsmanna, öruggu starfsumhverfi og góðum starfsskilyrðum
- Fræðsla, þjálfun og endurmenntun starfsmanna taki mið af áherslum öryggismála
- Upplýsa starfsmenn og viðskiptavini með skýrum hætti um öryggismál
- Sömu kröfur séu gerðar til allra verktaka og þjónustuaðila Strætó
Árlega er tekið a saman yfirlit yfir stöðu öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmála.