Markmið Strætó er að vera eftirsóttur vinnustaður sem laðar að og heldur í hæft starfsfólk þar sem allir hafa jöfn tækifæri í starfi.

Strætó skuldbindur sig til að tryggja öllum starfsmönnum jöfn laun og kjör fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Í samræmi við jafnréttisstefnu Strætó skal þess gætt við ákvörðun launa og fríðinda að ekki sé mismunað á grundvelli kyns eða annarra ómálefnalegra þátta, samanber lög nr. 150/2020 um jafnan rétt kynjanna og lög nr. 86/2018 um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Jafnlaunastefnan eflir hlutverk og gæði þjónustu Strætó og tekur mið af markmiðum og áætlunum fyrirtækisins.

Launaákvarðanir skulu vera gegnsæjar, málefnalegar og vel rökstuddar. Laun eru skilgreind út frá þeim kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma á milli Strætó og viðkomandi stéttarfélaga. Öll störf eru metin á kerfisbundinn hátt samkvæmt starfsmatskerfi auk þess sem tekið er mið af hæfni, þekkingu og frammistöðu starfsmanna. Launaákvarðanir eru því teknar með vísun í niðurstöðu starfsmats og persónubundinna þátta.

Strætó skuldbindur sig til að:

  • Starfa samkvæmt vottuðu stjórnkerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85 og viðhalda jafnlaunavottun.
  • Framkvæma árlega launagreiningu þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf með það að markmiði að auðkenna launamun út frá kyni, uppruna eða öðrum ómálefnalegum forsendum.
  • Bregðast við frávikum og koma í veg fyrir að ákvarðanir um laun feli í sér beina eða óbeina mismunun.
  • Stuðla að stöðugum umbótum og eftirliti með stjórnkerfinu með árlegum innri úttektum og rýni stjórnenda.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma.
  • Kynna stefnuna og upplýsa starfsmenn um stöðu jafnréttis- og jafnlaunamála árlega.
  • Stefnan sé aðgengileg almenningi á vefsíðu Strætó.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfi Strætó. Sviðsstjóri mannauðs- og gæðamála er fulltrúi æðstu stjórnenda og ber ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85. Sviðsstjóri mannauðs- og gæðamála ber ábyrgð á skýrslum til æðstu stjórnenda um jafnlaunakerfi, gæði þess og skilvirkni sem og tilmælum um úrbætur.

Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti af jafnréttisstefnu Strætó bs.