Strætó leggur áherslu á að haga öllum innkaupum á vörum og þjónustu þannig að hagsmunir fyrirtækisins séu ávallt hafðir að leiðarljósi.


Markmið Strætó er að tryggja að öll innkaup séu hagkvæm en um leið heiðarleg, gegnsæ og ábyrg.  Strætó leggur áherslu á að ávallt sé fylgt ákvæðum laga og reglna um innkaup er gilda hverju sinni.

Til þess að framfylgja þessari innkaupastefnu leggur Strætó áherslu á eftirtalin atriði:

  • Að innkaupareglur og innkaupaaðferðir séu skýrar og gegnsæjar. Öll innkaup eiga að fylgja samþykktum verklagsreglum.
  • Ávallt er gætt jafnræðis, gagnsæis og hagkvæmni við öll innkaup.
  • Við innkaup og rekstur samninga skal tekið tillit til sjálfbærnissjónarmiða, s.s. gæða-, umhverfis-, heilbrigðis-, upplýsingaöryggis-  og öryggissjónarmiða.
  • Öll stærri innkaup eru útboðsskyld og fylgja þeim útboðsreglum sem gilda innan EES svæðisins. Viðmiðunarupphæðir í útboðsskyldu taka mið af reglum um fyrirtæki í eigu sveitarfélaga.
  • Starfsmenn og stjórnarmenn skulu ávallt haga aðkomu sinni að vali á vöru eða birgja til samræmis við gildandi starfs- og siðareglur. Þannig skulu hvorki starfsmenn né stjórnarmenn geta átt aðild að ákvörðunum um innkaup eða útboð er varða aðila sem þeir eru náskyldir eða í hagsmunatengslum við.

Árlega er tekið saman yfirlit yfir stöðu innkaupamála