Föstudaginn 16. febrúar 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 7:30.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (EBH)
  • Alexandra Briem (AB)

Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri.


1. Skýrsla innri endurskoðenda

Sara F. Jóhannsdóttir og Alma Tryggvadóttir frá Deloitte komu á fundinn og fóru yfir skýrslu innri endurskoðunar á innra eftirliti hjá Strætó. Sigrún Guðmundsdóttir frá endurskoðunarnefnd kom á fundinn og fylgdi eftir áliti nefndarinnar á skýrslu innri endurskoðunar.


2. Skipulagsmál

Framkvæmdastjóri fór yfir hugmyndir að því að skerpa þjónustu,- sölu-  og markaðsmál hjá Strætó.

Stjórn Strætó felur framkvæmdastjóra að hrinda í framkvæmd þessum hugmyndum í samræmi við umræður á fundinum.


3. Pant - tölfræði 2023

Sturla Halldórsson, deildarstjóri Pant kom á fundinn og kynnti tölfræði síðasta árs. Fjöldi ferða jókst um 9,4% milli ára. Einnig var farið yfir tillögur að nýrri gjaldskrá í Pant og farið yfir áhrif niðurstöðu álits Umboðsmanns Alþingis varðandi gjaldtöku.


4. Farþegatalningar 2023

Ragnheiður Einarsdóttir, deildarstjóri leiðarkerfismála og Sólrún Skúladóttir, sérfræðingur kynntu niðurstöðu farþegatalningar fyrir árið 2023.  Fjöldi innstiga jókst um 13,4% og er  árið 2023 það stærsta síðan rafrænar talningar hófust hjá Strætó. Fjölmennasta leiðin er leið 1 og stærsta stoppistöðin er Mjódd. Fjöldi innstiga á virkum dögum er um 42 þús.


5. Næturleiðir

Ragnheiður og Sólrún fóru yfir notkunartölur á næturleiðum. Notkun er minni en vænst var og töluvert minni en árið 2022.


6. Nýtt leiðanet

Ragnheiður og Sólrún fóru fyrir breytingar á leiðakerfinu vegna framkvæmda á Hlemmi. Lögð er mikil áhersla á að tímalína framkvæmda við Hlemm og uppbygging tímabundinna endastöðva séu í flæði þannig að allt gangi upp hjá Strætó.

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á viðræðum sveitarfélaga við ríkið varðandi þátttöku í rekstri almenningssamgangna til framtíðar. Strætó hefur uppfært rekstraráætlun miðað við drög að nýrri tímalínu. Niðurstöðu er að vænta innan nokkurra vikna.


7. Tilraunaverkefni með 18 m rafvagn

Framkvæmdastjóri fór yfir tilboð um leigu á 18 metra löngum rafvagni til að nota til tilraunar í leiðakerfinu, til undirbúnings undir innleiðingu Nýs leiðanets. Stjórn heimilar framkvæmdastjóra að ganga frá samningi á rafvagninum.


8. Launamál

Umræður um launamál framkvæmdastjóra, stjórnarformanni var falið að vinna áfram með málið.

Magnús Örn Guðmundsson, formaður stjórnar vék af fundi fyrir næsta lið vegna hæfismála og Alexandra Briem, varaformaður stjórnar tók við stjórn fundarins.


9. Útboð á akstri - staðan

Framkvæmdastjóri fór yfir fyrstu tilboð bjóðenda í samkeppnisviðræðna útboði um aðkeyptan akstur.

Næstu skref eru fundir með bjóðendum.


Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 10:00.