Föstudaginn 12. janúar 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 7:30.


Mætt voru: 

  • Gunnar Valur Gíslason (GVG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Magnús Örn Guðmundsson boðaði forföll.

Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR) framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.


1. Árangursmat stjórnar

Árlegt árangursmat stjórnar verður sent út á næstu dögum til stjórnar.


2. Fjármál Strætó – hvernig kom árið út í sölu?

Framkvæmdastjóri kynnti niðurstöður ársins í farþegatekjum, drög liggja fyrir og eru farþegatekjur í takt við áætlun ársins. Fjöldi innstiga á árinu 2023 er sá mesti síðan rafrænar farþegatalningar hófust og fleiri en 2019 sem var stærsta árið til þessa. Fjöldi innstiga er um 12,6 milljón innstiga.

Reglulega hefur verið fjallað um fjárhagsskipan Strætó, en nauðsynlegt er að koma henni í gott horf til framtíðar. Handbært fé frá rekstri dugir ekki til að viðhalda endurnýjun á vagnaflota Strætó.

Stjórn fól framkvæmdastjóra að taka saman tillögur og leggja fyrir stjórn á næsta fundi.


3. Markaðsáherslur ársins 2024

Markús Vilhjálmsson, markaðsstjóri Strætó, kom á fundinn og fór yfir markhópa og áhersluatriði ársins 2024. Einnig var kynnt hvernig markaðsherferðin „Strætómeistarinn“ heppnaðist.


4. Fjölmiðlaumræða

Lögð var fram til kynningar fjölmiðlagreining vegna Strætó fyrir árið 2023.


5. Ferðavenjukönnun

Ólafur V. Hrafnsson, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá Gallup, kom á fundinn og kynnti niðurstöður ferðavenjukönnunar sem framkvæmd var í október – nóvember 2022. Hlutdeild almenningssamgangna er óbreytt frá síðustu könnun eða 5%.


6. Útboð á akstri

Sigurður Guðjón Jónsson, sérfræðingur hjá Mannviti, kom á fundinn og kynnti helstu atriði í útboðsgögnum vegna aðkeypt aksturs.

Málið verður skoðað áfram og verður boðað til fundar í næstu viku.


7. Fyrirspurnir

Fyrirspurn barst frá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kærumál og dómsmál vegna Strætó bs., dagsett 21. desember 2023.

Framkvæmdastjóra var falið að svara þessu.

Önnur mál ekki rædd, fundi lauk kl. 9:45.