Föstudaginn 15. desember  2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl.  7:30.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri og Elísa Kristmannsdóttir (EK) deildarstjóri fjármála sem ritaði fundargerð.


1. Álit Persónuverndar lagt fram

Framkvæmdastjóri lagði fram ákvörðun Persónuverndar, dagsetta 28. nóvember 2023 er varðar öryggisbrest hjá Strætó sem var tilkynntur til Persónuverndar þann 27. desember 2021. Ákvörðun Persónuverndar verður að óbreyttu birt á vefsíðu Persónuverndar. Stjórnin fagnar öllum ábendingum um það hvernig bæta megi örugga gagnavörslu og vinnslu og hefur Strætó unnið markvisst úr þeim ábendingum sem koma fram í ákvörðun Persónuverndar.


2. Niðurstaða vagnakaupaútboðs

Farið yfir minnisblað frá Mannviti varðandi mat á tilboði lægstbjóðanda í útboði Strætó nr. 15890. Tilboð lægstbjóðanda var metið gilt og uppfyllir öll skilyrði útboðsskilmála og því tekið.


3. Vagnakaup næsta árs

Lagt var fram minnisblað vinnuhóps varðandi tillögu að vagnakaupum fyrir 2024. Niðurstaða minnisblaðs er að skynsamlegast sé að fjárfesta í  eins mörgum vögnum og hægt er vegna aldurs vagna hjá Strætó. Hópurinn lýsti því einnig að þörf er á afkastameiri vögnum til að anna mögulegri farþegaaukningu og verður það skoðað frekar.


4. Klapp staðan

Daði Áslaugarson, deildarstjóri upplýsingatækni kom á fundinn og  fór yfir stöðuna á Klappinu. Einnig voru kynnt næstu skref í þróun Klappsins, sem Strætó er að vinna með birgjanum FARA, varðandi nýjungar og aukningu í að hraða tíma við skönnun á farmiðlum sem nota kóða.  Samkvæmt nýjustu tímaáætlun frá FARA er gert ráð fyrir að snertilausar greiðslur verði tilbúnar á 1sta ársfjórðungi 2024.


5. Eftirlit með greiðslum

Framkvæmdastjóri fór yfir hlutverk eftirlitsmanna í fortíð og nútíð, en nýtt verklag bætist við þegar lagt er á farþegaálag ef viðskiptavinur greiðir ekki rétt fargjald. Ekki er gert ráð fyrir að um mörg tilvik verði að ræða.


6. Starfsáætlun

Drög að starfsáætlun var lögð fram og samþykkt.


7. Smá tölfræði frá Strætó

Farið yfir ýmis tölfræðiupplýsingar um stundvísi, fjöldi innstigi, notkun rafvögnum og fleiri.


8. Baukar í vögnum

Farið var yfir eftirlitsaðgerðir með baukum í vögnum.  Gamaldags aðferð við innheimtu í almenningssamgöngum og erfitt að hafa eftirlit með þeim. Komið hafa upp tilvik þar sem brotist er inn í bauka. Til framtíðar þarf að skoða fyrirkomulag staðgreiðslu í vögnum. Ákveðið að gera könnun um hvað hátt hlutfall farþega greiðir með peningum í vögnum.


Önnur mál

Erindi frá umhverfis- og skipulagsráði: skoða hvort fýsilegt væri að merkja allar biðstöðvar með númerum/bókstöfum, til viðbótar við heiti stöðvanna.

Erindi frá umhverfis- og skipulagsráði um tengingar milli Árbæjar- og Breiðholts.

Erindi frá umhverfis- og skipulagsráði: Tillaga frá áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks um að settar verði upp greiðsluvélar í vögnum sem taki við reiðufé.

Framkvæmdastjóra falið að svara þessu.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 10:00