Föstudaginn 15. september 2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.
Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Alexandra Briem (AB)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Kristín Thoroddsen (KT)
Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR) framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð og Elísa Kristmannsdóttir.
1. Fjárhagsáætlun áframhaldandi umræður
Framkvæmdastjóri og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri fóru yfir stöðuna á fjárhagsáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Farið var yfir nokkrar sviðsmyndir um hvernig reksturinn yrði á árinu 2024. Fjárþörf er metin liðlega milljarður króna eins og áður hefur verið fjallað um. Markmiðið er að snúa við tapinu, að eigið fé verði jákvætt og að fjárfestingargeta félagsins verði aukin. Strætó er með útboð á akstri í gangi og beðið er niðurstöðu úr því, en mikilvægar rekstrarupplýsingar sem nýttar eru í fjárhagsáætlun næstu ára, koma úr því. Opnun tilboða verður 27. september n.k.
2. Innra eftirlit skýrsla
Lagt var fram og kynnt hvernig innra eftirliti er háttað hjá Strætó.
Innra eftirlit hjá Strætó
3. Staðgreiðsla – baukar í strætó
Framkvæmdastjóri fór yfir með hvaða hætti staðgreiðsla er í strætisvögnum. Baukar sem taka við staðgreiðslu fargjalda frá farþegum eru orðnir barn síns tíma og þarf að huga að öruggari lausn til framtíðar.
4. Innri endurskoðun
Stjórn Strætó fól framkvæmdastjóra að athuga með framlengingu á samningi Deloitte um innri endurskoðun á fundi 9. júní s.l. Drög að ráðningarbréfi bárust frá Deloitte og var framkvæmdastjóra falið að leita umsagnar endurskoðunarnefndar Strætó.
5. Ívilnun vegna vsk.
Framkvæmdastjóri fór yfir fyrirhugaðar breytingar á ívilnunum vegna innflutnings á umhverfisvænum vögnum. Tímabundin ívilnun rennur út um næstu áramót og nýtt fyrirkomulag tekur gildi frá og með þeim tíma. Breytingarnar skapa mikla óvissu um stöðu þessa máls og geta haft töluverð kostnaðarleg áhrif á rekstur Strætó. Stjórnarformaður og framkvæmdastjóri var falið að vinna áfram með málið.
VSK ívilnun
6. Skýrsla fjármálastjóra um fjárhagsstöðu Strætó
Lagt var fram til kynningar skýrsla fjármálastjóra sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu til kynningar. Þar eru lagðar til ýmsar tillögur til að taka á rekstrarvanda félagsins þ.m.t. niðurskurður, hækkun fargjalda o.fl.
7. Næturstrætó í Hafnarfjörð
Framkvæmdastjóri fór yfir fyrirkomulag á akstri næturstrætó til Hafnarfjarðar, en um er að ræða tilraunaverkefni til þriggja mánaða.
Næturstrætó í Hafnarfirði
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:30.