Föstudaginn 25. ágúst 2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.
Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Alexandra Briem (AB)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Kristín Thoroddsen (KT)
Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR) framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð og Elísa Kristmannsdóttir.
1. Árshlutauppgjör janúar – júní 2023
Framkvæmdastjóri og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri, kynntu sex mánaða uppgjör Strætó. Tap af rekstrinum fyrstu 6 mánuðina er 142 m.kr., til samanburðar við 599 m.kr. tap fyrstu sex mánuðina 2022. Fargjaldatekjur jukust um 39% milli ára og eru á áætlun. Rekstrargjöld jukust um 11% milli ára sem skýrist að mestu af aukningu rekstrarkostnaðar vagna og aðkeyptum akstri.
Handbært fé var 502 m.kr. í lok tímabils, þar af eru 311 m.kr. ætlaðaðar í vagnakaup, von er á níu rafmagnsvögnum í september.
Stjórn samþykkir árshlutauppgjörið með undirritun sinni.
Árshlutauppgjör janúar – júní 2023
2. Fjárhagsáætlun 2024
Framkvæmdastjóri og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri, fóru yfir stöðuna við gerð fjárhagsáætlunar 2024. Farið var yfir drög að forsendum og fjárhagsáætlun. Allt stefnir í að enn vanti fé til að ná jafnvægi í rekstri og styrkja þarf eigið fé fyrirtækisins, sem er tæplega 150 m.kr. í mínus. Stjórn óskaði eftir þremur sviðsmyndum miðað við ákveðnar forsendur. Stjórn leggur mikla áherslu á að fjárhagsstaða Strætó verði leyst sem fyrst og að fjármagn til endurnýjun vagnaflotans verði tryggt.
3. Ferli ábendinga
Framkvæmdastjóri fór yfir ferli ábendinga, hvernig unnið er með þær innanhúss, skráningar og úrlausnir. Fylgni er milli fjölda ábendinga og farþegafjölda. Umbótaferlið er í stöðugri skoðun og verið að skoða hvernig hægt er að svara ábendingum fyrr og markvissara.
Ferli ábendinga
4. Menningarnótt
Framkvæmdastjóri fór yfir framkvæmd menningarnætur af hálfu Strætó, fyrirkomulag aksturs yfir daginn, farþegafjölda og tæmingu miðborgar að lokinni dagskrá. Nýtt fyrirkomulag gekk ágætlega og verður fyrirkomulagið með sambærilegum hætti næstu ár.
Menningarnótt
5. Greiðslukerfið - staðan
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðu rafræns greiðslukerfis, Klappsins og það sem er fram undan í þróun kerfisins. Stöðugt er verið að þróa og bæta virkni og uppitíma kerfisins. Fram undan er innleiðing snertilausra greiðslna, en beðið er eftir nýjum skönnum sem þarf til þess.
Klapp greiðslukerfi
6. Uppfærðar reglur um fargjaldaálag
Reglur um fargjaldaálag hafa nú verið uppfærðar og liggja fyrir drög frá Innviðaráðuneytinu. Framkvæmdastjóri kynnti reglurnar fyrir stjórn og voru þær samþykktar.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:30.