Föstudaginn 29. október 2021 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. Fundurinn hófst kl. 11:00 og fór fram á Hesthálsi 14 og í gegnum fjarfundabúnað.
Mætt voru:
- Hjálmar Sveinsson (HS)
- Karen E. Halldórsdóttir (KEH)
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG)
- Gunnar Valur Gíslason (GVG)
- Ólafur Ingi Tómasson (ÓIT)
- Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ)
Fundinn sátu einnig Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð, Elísa Kristmannsdóttir deildarstjóri fjármála og Sigríður Harðardóttir, sviðstjóri mannauðs- og gæðasviðs.
1. Nýtt leiðanet - staðan
Ragnheiður Einarsdóttir og Valgerður Benediktsdóttir, samgöngusérfræðingar Strætó, kynntu stöðu vinnu við Nýtt leiðanet. Í nóvember og desember n.k. eru fyrirhugaðar kynningar á drögum Nýs leiðanets í ráðum og nefndum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Áætlað er að skila skýrslu með fyrstu hugmyndum að nýju leiðaneti á 2. ársfjórðungi 2022.
2. Tryggingamál
Strætó er með samning við VÍS um tryggingar félagsins. Framkvæmdastjóri óskaði eftir heimild til að framlengja núverandi samning um eitt ár.
Stjórn heimilar framkvæmdastjóra að leita eftir framlengingu núverandi samnings um eitt ár.
3. Lántaka
Á 340. fundi stjórnar Strætó bs. þann 21.5.2021 samþykkti stjórn að heimila framkvæmdastjóra að sækja um lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á 400 m.kr. til grænnar fjárfestingar í rafmagnsvögnum. Samþykkt stjórnar var staðfest á eigendafundi Strætó bs. þann 15.6.2021. Lánasjóður sveitarfélaga hefur samþykkt lán til Strætó að fjárhæð allt að 400 m.kr. Lánið er til 8 ára, vextir eru fastir 4,5%. Einungis greiðast vextir fyrstu sex árin og höfuðstóll lánsins greiðist með jöfnum greiðslum á síðustu tveimur árum lánstímans.
Á 347. fundi stjórnar Strætó bs. þann 29.10.2021 samþykkti stjórn fyrirliggjandi drög að lánssamningi við Arion banka þar sem Strætó tekur rekstrarlán upp á 300 m.kr. Lánið er til 5 ára, vextir eru 2,5% álag á REIBOR vexti. Lántökukostnaður er 0,5%. Samþykki eigendafundar var fengið þann 15.10.2021.
Jafnframt er Jóhannesi S. Rúnarssyni, kt. 090662-7249, framkvæmdastjóra Strætó bs., veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess, f.h. Strætó bs., að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga og Arion banka og til að móttaka, undirrita, gefa út og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Til tryggingar skilvísri og skaðlausri greiðslu á lánum þessum, ásamt vöxtum og kostnaði stendur einföld óskipt ábyrgð viðkomandi sveitarfélaga, sbr. heimild í 2. mgr. 69 gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og leggur sveitarfélagið til tryggingar tekjur sínar sbr. 2. mgr. 68. gr. sömu laga.
Framkvæmdastjóra er falið að afla ábyrgða og undirritunar skjala hjá umboðshöfum sveitarfélaganna, sem standa að Strætó bs.
4. Fjárhags- og starfsáætlun 2022 – 2026
Framkvæmdastjóri kynnti drög að fjárhags- og starfsáætlun 2022 til 2026. Fyrirliggjandi drög voru kynnt og samþykkt á eigendafundi Strætó þann 15.10.2021.
Stjórn samþykkir fjárhags- og starfsáætlun Strætó bs. fyrir tímabilið 2022-2026.
5. Jafnréttismál
Sigríður Harðardóttir, sviðstjóri mannauðs- og gæðasviðs, kynnti stöðu jafnréttismála og jafnlaunavottunar hjá Strætó bs.
6. Önnur mál
Enginn önnur mál voru á dagskrá.
Fundi slitið kl. 13:00