Föstudaginn 13. ágúst 2021 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. Fundurinn hófst kl. 11:00 og fór fram á Hesthálsi 14 og í gegnum fjarfundabúnað.
Mætt voru:
- Hjálmar Sveinsson (HS)
- Karen E. Halldórsdóttir (KEH)
- Rúnar Bragi Guðlaugsson (RBG)
- Gunnar Valur Gíslason (GVG)
- Helga Ingólfsdóttir (HI)
- Sigrún Edda Jónsdóttir (SEJ)
Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Árshlutauppgjör janúar til júní 2021.
Framkvæmdastjóri lagði fram og kynnti sex mánaða uppgjör félagsins pr. 30. júní 2021. Árshlutauppgjörið er hvorki kannað né endurskoðað af endurskoðendum félagsins.
Stjórn og framkvæmdastjóri staðfesta árshlutauppgjör 31.06 2021.
2. Helstu forsendur fjárhagsáætlunar 2022 - 2026
Umræður um helstu forsendur fyrir fjárhagsáætlun 2022 til 2026. Forsendur taka mið af forsendum þjóðhagsspár frá Hagstofunni dagsettri mars 2021. Framkvæmdastjóra falið að stilla upp fjárhagsáætlun 2022 til 2026 og leggja fyrir næsta fund.
3. Kostnaðaráætlun vegna Nýs leiðanets.
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á vinnu við kostnaðaráætlun fyrir Nýtt leiðanet. Uppfærð útgáfa af Samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins kom út í júlí 2021, en stuðst er við það líkan að mestu leyti við gerð kostnaðaráætlunar fyrir Nýtt leiðanet. Stjórn óskar eftir að boðað verði til eigendafundar um framtíðarskipulag vegna vinnu við rekstrarmál Nýs leiðanets og tengingu við Borgarlínuverkefnið.
4. Leiðakerfið
Framkvæmdastjóri kynnti vinnu við leiðarkerfismál, hvað er framundan, hvað er í vinnslu og hvað þarf að skoða betur m.t.t. eftirspurnar og notkunar á leiðum.
5. Ný heiti stoppistöðva
Framkvæmdastjóri kynnti vinnu við ný heiti stoppustöðva, sem miða að því að einfalda og skýra staðsetningar. Gert er ráð fyrir að ytri kostnaður verði í kringum 1,5 m.kr.
6. Tilkynning um kosningu Reykjavíkur á varamanni í stjórn Strætó
Aron Leví Beck Rúnarsson hefur verið kosinn varamaður í stjórn Strætó í stað Kristínar Soffíu Jónsdóttur.
7. Önnur mál
- Leiga á aðstöðu fyrir bílastæði á lóð Strætó á Hesthálsi 14. Malbikunarstöðin Höfði hefur óskað eftir aðstöðu fyrir bifreiðar og starfsmenn sem sinna vetrarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn Strætó heimilar framkvæmdastjóra að ganga til samninga við þá.
- Almenningssamgöngur í nýtt hverfi í Gufunes. Reykjavíkurborg óskar eftir því að Strætó skoði hvaða leiðir séu mögulegar til að þjóna hverfinu með almenningssamgöngum og skili tillögum um þær.
Fundi slitið kl. 12:10