Föstudaginn 11. júní 2021 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. Fundurinn hófst kl. 11:00 og fór fram á Hesthálsi 14 og í gegnum fjarfundabúnað.


Mætt voru:

  • Hjálmar Sveinsson (HS)
  • Karen E. Halldórsdóttir (KEH)
  • Ásgeir Sveinsson (ÁS)
  • Björg Fenger (GVG)
  • Helga Ingólfsdóttir (HI)
  • Sigrún Edda Jónsdóttir  (SEJ).

Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Sigríður Harðardóttir sviðsstjóri mannauðs- og gæðamála hjá Strætó.


1. Stefnur Strætó

Sigríður Harðardóttir, sviðstjóri mannauðs- og gæðamála fór yfir stefnur Strætó og hvernig heimsmarkmið nr. 11, 12 og 13 eru innleiddar í tengslum við þær.

Stjórn mun fjalla áfram um málið á næsta fundi.


2. Einelti, áreiti, tölfræði

Sigríður Harðardóttir, sviðstjóri mannauðs- og gæðamála fór yfir tölfræði úr vinnustaðagreiningu þar sem sérstaklega var spurt um einelt, áreiti og ofbeldi.


3. Markaðshugleiðingar

Markús Vilhjálmsson, markaðsstjóri Strætó fór yfir markaðssetningu eftir Covid og hvernig sækja þarf fram í breyttum heimi til að ná aftur í viðskiptavini og tengja saman ólíka ferðamáta.


4. Leiðarkerfi

Áframhaldandi umræður um breytingar á leiðarkerfi. Farið  var yfir breytingar á leiðarkerfi í Hafnarfirði. Leið 1 breytist þannig að endastöð verður færð af Klukkuvöllum og inn í Skarðshlíð við Rósatorgið. Hafnarfjörður óskar eftir að umrædd bókun verði færð í fundargerð.

Stjórn Strætó samþykkir framlagða tillögu um lengingu á leið 1 til að tryggja þjónustu við íbúa Skarðshlíðar og Hamraness. Umframkostnaður vegna lengingar á leið 1 í samræmi við framlögð minnisblöð verður greiddur af Hafnarfjarðarbæ


5. Önnur mál

  • Umræður urðu um rekstrarfyrirkomulag nýs leiðanets. Stjórn Strætó óskaði eftir að framkvæmdastjóri tæki saman minnisblað um hvað þarf að undirbúa fyrir innleiðingu nýs leiðanets.
  • Fyrirspurn frá Flokki fólksins varðandi ábendingar. Framkvæmdastjóra falið að svara fyrirspurninni.
  • Ný nöfn á biðstöðvar. Framkvæmdastjóri kynnti vinnu sem er að hefjast við endurskoðun á nöfnum stoppistöðva.

Fundi slitið kl. 13:00


6. Fylgiskjöl