Strætó bs. er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu: Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.


Ef þú hefur orðið var/vör við hugsanlegt misferli sem snýr að starfsemi Strætó bs. getur sent ábendingu til til innri endurskoðunar í gegnum netfangið hér fyrir neðan.

Æskilegt er að fylgja ábendingu sinni eftir og skilja eftir netfang og/eða símanúmer. Farið er yfir allar ábendingar og metið hvort og til hvaða frekari viðbragða þurfi að grípa.

Ábendingar sendist á


Málsmeðferð

Við hvetjum þig til að upplýsa um ef þú hefur tekið eftir hugsanlegu misferli í störfum Strætó bs. Þar með aðstoðar þú við að upplýsa um brot sem framin eru í leynd og valdið geta almenningi og byggðarsamlaginu miklu tjóni. Þannig stuðlum við að lögmætri starfsemi byggðarsamlagsins og trausti almennings á stjórnun og meðferð fyrirtækisins á fé borgaranna.

Hlutverk Innri endurskoðunar er að fylgjast með því að starfsemi hjá Strætó sé í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir sem um hana gilda, og skoða sérstaklega tilvik sem grunur leikur á um að um misferli sé að ræða. Með hugsanlegu misferli er t.d. átt við brot á lögum eða reglum, eða þegar reynt er að hylma yfir slík brot. Þá er einnig átt við hagsmunaárekstra sem valdið hafa viðskiptavinum tjóni og aðra óeðlilega viðskiptahætti eða óeðlileg fyrirmæli.

Það skal tekið fram að ábending til Innri endurskoðunar verður að byggja á rökstuddum grun um hugsanlegt misferli, en slíkur grunur þarf þó ekki að vera yfir allan vafa hafinn.

Allar ábendingar sem berast Innri endurskoðun eru metnar sérstaklega og skoðað hvort tilefni er til nánari athugunar. Þrátt fyrir að ábending leiði til slíkrar athugunar, telst sá sem ábendinguna veitti ekki sjálfkrafa aðili máls og getur Innri endurskoðun ekki veitt viðkomandi upplýsingar um stöðu rannsóknar eða þróun mála.