Höfuðborgarsvæðið

Fimm leiðir á höfuðborgarsvæðinu eru í pöntunarþjónustu annað hvort allan daginn eða hluta dags.

Leiðir í pöntunarþjónustu virka þannig að viðskiptavinir panta ferð með því að hringja í Hreyfil í síma 5885522 minnsta kosti 30 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.

Hreyfill

Það er aðeins hægt að greiða fyrir ferðina í leigubílnum með því að sýna Strætókort, KLAPP kort, fargjald í KLAPP appi eða KLAPP tíu.

Eftirfarandi leiðir eru alltaf í pöntunarþjónustu:

Eftirfarandi leiðir eru í pöntunarþjónustu á kvöldin:


Landsbyggðin

Á landsbyggðinni er leið 84 í pöntunarþjónustu.

Til að panta ferð með þessari leið þarf að hringja í þjónustuver Strætó í síma 5402700, minnst tveimur tímum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.

Vagnar með aðgengi fyrir hjólastólanotendur

Á leiðum 51 og 57 er hægt að panta vagn með aðgengi fyrir hjólstólanotendur.

Athugið: Aðeins er hægt að nota ákveðnar biðstöðvar og panta ferðir á ákveðnum tímum.


Strætó í Reykjanesbæ

Leið 4 er í pöntunarþjónustu í innanbæjarkerfi Reykjanesbæjar.

Til að panta ferðir með pöntunarþjónustunni þarf að hringja í A-stöðina í síma 4201212, minnst 20 mínútum fyrir áætlaða brottför skv. tímatöflu.

A-stöðin

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.