Hér má finna upplýsingar um aðgengismál í Strætó.


Notendur hjólastóla á höfuðborgarsvæðinu

Það er aðgengi fyrir hjólastóla í öllum gulum strætisvögnum á höfuðborgarsvæðinu.

  • Vagnstjórum ber að aðstoða með að setja niður rampinn. Viðkomandi þarf hins vegar að vera sjálfbær með að komast inn og út úr vagninum og að festa sig í öryggisbeltið.
  • Tryggja þarf að bak hjólastólsins snúi ávallt í akstursátt.
  • Það kemst aðeins einn hjólastóll með í hvern vagn.
  • Hjólastólar hafa forgang fram yfir reiðhjól í vagninum.

Akstursþjónusta fatlaðs fólks og aldraðra


Notendur hjólastóla á landsbyggðinni

Ekki er aðgengi fyrir hjólastóla í landsbyggðarvögnum Strætó eins og er.


Blindir

Blindir ferðast ókeypis með öllum leiðum Strætó.

Hvíti stafurinn, sérmerktur og sérþjálfaður leiðsöguhundur eða félagsskírteini Blindrafélagsins staðfesta rétt viðkomandi.


Pant Akstursþjónusta fatlaðs fólks og aldraðra

Akstursþjónusta Pant byggir á samkomulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Hvert sveitarfélag samþykkir heimild hvers og eins farþega til að nota akstursþjónustuna og ákveður gjaldskrá fyrir þjónustuna.

Umsóknir eru afgreiddar í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Í Reykjavík er umsókn send til þjónustumiðstöðvar í því hverfi sem umsækjandi býr. Í Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ er umsókn send til félagsþjónustu sveitarfélagsins þar sem umsækjandinn á lögheimili.