Miðagreiðslukerfi fyrir landsbyggðina

Hægt er að greiða í landsbyggðarstrætó með annað hvort debit- eða kreditkorti um borð í vagninum eða reiðufé.

Hægt er að skipuleggja ferðir og fylgjast með  hvar strætó er í rauntíma í Klappinu. Athugið að ekki er hægt að kaupa fargjaldið sjálft í Klappinu (appinu).

Það er ekki hægt að bóka fyrirfram í landsbyggðarstrætó, en athugið að leið 84 er í pöntunarþjónustu, sjá nánar hér. 

Spurt og svarað

Strætó til og frá Leifsstöð/Keflavíkurflugvelli

Leið 55 til og frá Keflavíkurflugvelli og höfuðborgarsvæðisins.

Fullorðnir2.280 kr.
Ungmenni, 12 -17 ára1.140 kr.
Aldraðir, 67 ára og eldri1.140 kr.
Öryrkjar1.140 kr.*
Börn, 11 ára og yngri0 kr.

* Aðeins fyrir öryrkja sem eru skráðir hjá TR

Sjá tímatöflu hér fyrir neðan með því að smella á hana

Ekki allar ferðir fara til og frá BSÍ í Reykjavík. Sumar ferðir eru til og frá biðstöðinni Firði í Hafnarfirði.

 

Spurt og svarað

Biðstöðin á Keflavíkurflugvelli

Farþegum á leið 55 sem koma frá höfuðborgarsvæðinu er skutlað að inngangi flugstöðvarinnar.

Farþegar sem eru á leið frá Keflavíkurflugvelli nota biðstöð sem er nálægt götunni Kjóavöllum. Biðstöðin er hjá brottfararmegin í flugstöðinni. Sjá staðsetningu hér fyrir neðan.