Vefsíðan Hundasamfélagið tók saman nokkur góð ráð fyrir viðskiptavini sem ætla með hundinn sinn í Strætó.
Það er mikilvægt að hundaeigendur sem munu nota strætó undirbúi hundana sína vel og meti hvort hundurinn sé tilbúinn í strætó. Hundasamfélagið hefur því í samráði við nokkra hundaþjálfara sett saman punkta fyrir hundaeigendur:
- Kynnir sér vel merkjamál og þekkja hundinn sinn – algengustu stressmerki eru:
- Hundurinn vælir eða andar hratt, oft með tunguna úti
- Heldur höfðinu nálægt jörðinni eða ber skottið milli lappana
- Verður stífur í líkamanum
- Sést í hvítuna í augunum og eyrun liggja aftur, eins og verið sé að toga í húðina í hnakkanum
- Geltir eða urrar – farðu út úr vagninum ef hundurinn fer að urra og talaðu við hundaþjálfara
- Umhverfisþjálfa vel fyrir fram – Hundurinn þarf að geta labbað innan um:
- Fólk án þess að heilsa
- Umferðargötur og mikinn umferðar hávaða
- Nálægt öðrum hundum og dýrum í rólegheitum
- Kunni að róa hundinn sinn – til dæmis:
- Hafa hundinum milli lappana og frá öðrum farþegum
- Vera með gott nammi og gefa hundinum rólega
- Halda um axlir og nudda mjúklega og rólega
- Ekki leyfa hundinum að heilsa öðrum farþegum
Það er mikilvægt að leyfa hundinum ekki að heilsa öðrum farþegum í strætó, hundar eru fljótir að aðlagast og venjast aðstæðum og mynda ákveðna hegðun fyrir ákveðnar aðstæður eftir reynslu. Ef það er alltaf brjálað stuð í strætó að fá að heilsa öllum og fá fullt af athygli er mikil hætta á að hundurinn verði spenntur við að fara í strætó og það verði erfitt að fá hann til að róast niður.
Ef þið eruð með hvolp endilega nýtið ykkur að ferðast í strætó sem hluti af umhverfisþjálfun, helst bara 1-2 stoppistöðvar til að byrja með. 8 – 16 vikna er mikilvægur rammi í tími hvolps og mikilvægt að kynna hann fyrir öllum þeim aðstæðum sem þú vilt að hann standi sig vel í seinna á lífsleiðinni.