Frá og með  1. mars 2022 verður ekki hægt að borga með pappírs farmiðum í Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni.


  • Farmiðar: Gefinn verður frestur til 31. mars 2022 til þess að skipta öllum gömlum farmiðum yfir í inneign í Klapp greiðslukerfinu. Athugið: Klapp greiðslukerfið er ekki í Strætó á landsbyggðinni. Fundin verður önnur leið til að gefa inneign á landsbyggðinni.
    • Öllum farmiðum er skilað í móttöku Strætó á Hesthálsi 14, 110 Reykjavík. Opið er í móttöku Strætó milli kl. 09:00-16:00 á virkum dögum. Lokað er um helgar.
  • Gömlu Strætókortin: Handhafar tímabilskorta í gamla greiðslukerfi Strætó skulu leyfa gildistíma kortanna að renna út áður en skipt er yfir í Klapp greiðslukerfið. Gömlu Strætókortin verða enn til staðar á landsbyggðinni.
  • Reiðufé: Áfram verður hægt að greiða með reiðufé á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni. Ekki er hægt að gefa til baka á höfuðborgarsvæðinu.

 

 

Skil á farmiðum - Kemstu ekki á Hestháls?

Viðskiptavinir Strætó einnig skilað gömlum strætómiðum í farmiðasöluna í Mjódd.

Við vekjum athygli á að starfsfólkið í Mjóddinni er eingöngu að veita gömlum farmiðum viðtöku. Inneignir verða sendar í Klapp kerfið einum degi síðar.

  • Opið er á virkum dögum í mars milli kl. 09:00-17:00.
  • Klapp kort og Klapp tíur verða seldar í farmiðasölunni.

Þeir sem komast ekki á Hestháls 14 eða Mjóddina geta einnig sent okkur farmiðana sína í pósti.

Ef þú kýst að senda okkur miðana í pósti, þá er nauðsynlegt að fylgja þessum skrefum:

  • Stofnaðu aðgang að „Mínum síðum“ með símanúmeri eða netfangi.
  • Sendu farmiðana í pósti á heimilisfangið: Strætó bs. Hestháls 14, 110 Reykjavík
  • Nauðsynlegt er að hafa nafn, símanúmer eða netfang með í bréfinu. Við leggjum inneign á „veski“ viðkomandi símanúmers eða netfangs sem fylgir með bréfinu.

Hægt er að senda fyrirspurnir í gegnum klappid@klappid.is

Klappið


Skil á farmiðum - Landsbyggðin

Fólk sem notar eingöngu Strætó á landsbyggðinni getur einnig sent okkur farmiðana sína í pósti.  Landsbyggðin er ekki í Klapp greiðslukerfinu og því verður fundin önnur leið til að gefa fólki inneign.

  • Sendu farmiðana í pósti á heimilisfangið: Strætó bs. Hestháls 14, 110 Reykjavík
  • Nauðsynlegt er að hafa nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang  með í bréfinu. Strætó hefur samband í gegnum sima þegar bréfið berst okkur.