Veljum fjölbreytta ferðamáta


Á morgun hefst Evrópsk samgönguvika sem stendur frá 16. – 22. september og hvetur Strætó alla til að taka þátt. Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í þessu samstillta átaki með sveitarfélögum í Evrópu og hefur Strætó verið með frá upphafi.

Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla, ganga eða nota aðra vistvæna ferðamáta.

Yfirskrift Samgönguviku  er  Veljum fjölbreytta ferðamáta og þema ársins í ár er Virkari samgöngur.

Kynntu þér allt um samgönguvikuna á Facebook-síðu vikunnar

Taktu þátt í viðburðum í samgönguvikunni:

Nánar má lesa um átakið á www.mobilityweek.eu.