Reykjavíkurborg er með miklar breytingar í farvatninu við Hlemm og mun svæðið taka stakkaskiptum á næstu árum í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir svæðið. Breytingarnar munu hafa áhrif á akstur Strætó og mun allur akstur Strætó um svæðið víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun.
Framkvæmdir við torgið sjálft eiga að hefjast vorið 2024 og mun þá Strætó þurfa að hætta alfarið akstri um svæðið.
Í framtíðinni verður engin leið með endastöð um Hlemm en Borgarlínuleiðir munu aka í gegnum Hlemmtorg. Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínuinnviðina í gegnum torgið. Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut.
Hægt er að kynna sér breytingarnar hér en þær verða kynntar betur þegar nær dregur.