Þann 2. júní urðu miklar breytingar á leiðakerfi Strætó vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm.
Allur akstur Strætó um svæðið hefur verið hætt tímabundið og nýjar endastöðvar verið teknar í notkun.
Sunnudaginn 2. júní tók breyttur akstur Strætó gildi.
Nýtt Hlemmtorg verður skapað og akandi umferð beint frá torgsvæðinu. Borgarlínu innviðir verða byggðir í gegnum svæðið norðanvert.
Framkvæmdir við torgið sjálft hófust vorið 2024 og þurfti þá Strætó að hætta alfarið akstri um svæðið.
Nánar um nýjan Hlemm
reykjavik.is
Breytingar á leiðum
Allar leiðir hafa hætt að aka um Hlemmtorg og aka í staðinn breyttar leiðir. Nýjar stöðvar voru gerðar við Snorrabraut og Borgartún og stöð við Þjóðskjalasafnið færð.
Nýjar tímabundnar endastöðvar
- Leiðir 1, 4, 16, 17 og 18 eru með tímabundna endastöð við Skúlagötu sem er ný endastöð.
- Leið 3 er með endastöð við Granda en sú endastöð er þegar til, leið 14 hafði þegar endastöð þar.
- Leiðir 2 og 6 eru með tímabundna endastöð við Háskóla Íslands sem er ný endastöð.
Breyttar akstursleiðir
Senda ábendingu vegna breytingana
straeto.is
Hlemmur að loknum framkvæmdum
Strætó og Hlemmur
- Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg.
- Strætóleiðir munu einnig aka norður/suður um Snorrabraut.
- Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B.
- Engin leið verður með endastöð við Hlemm.
- Engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni.
Nánar um nýjan Hlemm
reykjavik.is