Framundan eru stórar breytingar á leiðakerfi Strætó vegna framkvæmda Reykjavíkurborgar við Hlemm og mun svæðið taka stakkaskiptum á næstu árum í samræmi við nýtt deiliskipulag fyrir svæðið.

Breytingarnar munu hafa áhrif á akstur Strætó og mun allur akstur Strætó um svæðið víkja tímabundið og nýjar endastöðvar verða teknar í notkun.

Nýtt Hlemmtorg verður skapað og akandi umferð beint frá torgsvæðinu. Borgarlínu innviðir verða byggðir í gegnum svæðið norðanvert.

Framkvæmdir við torgið sjálft eiga að hefjast vorið 2024 og mun þá Strætó þurfa að hætta alfarið akstri um svæðið​.

Hvernig verður Hlemmur eftir að framkvæmdum lýkur?

Fyrst um sinn munu almennar strætóleiðir nýta Borgarlínu innviðina í gegnum Hlemmtorg.

Einnig munu strætóleiðir aka norður/suður um Snorrabraut.

Þegar framkvæmdum við fyrstu lotu Borgarlínunnar er lokið munu fjórar leiðir aka í gegnum torgið, þ.m.t. Borgarlínuleið B.

Engin leið verður með endastöð við Hlemm.

Engin miðlæg endastöð verður í framtíðinni.

Akstursleiðir og endastöðvar færast

Endastöðvar leiða 1, 2, 3, 4, 6, 16, 17 og 18 færast frá Hlemmi að Skúlagötu, Granda og HÍ.

Breytingar á stoppistöðvum við Hlemm

  • Allar leiðir hætta að aka um Hlemmtorg og munu í staðinn aka hjáleiðir. Gerðar verða nýjar stöðvar við Snorrabraut og Borgartún og stöð við Þjóðskjalasafnið færð.

Nýjar tímabundnar endastöðvar

Leið 3 mun vera með endastöð við Granda en sú endastöð er þegar til.

Leiðir 1, 4, 16, 17 og 18 munu verða með tímabundna endastöð við Skúlagötu sem verður ný endastöð.

Skúlagata

Skúlagata

Leiðir 2 og 6 verða með tímabundna endastöð við Háskóla Íslands sem er ný endastöð.

Breytingar á leiðum

Leið 1 endar við Skúlagötu í staðinn fyrir Hlemm

Leið 2 endar við HÍ í staðinn fyrir Hlemm

Leið 3 endar út á Granda – líkt og Borgarlínuleið C mun gera sem kemur einnig úr Breiðholti

Leiðin mun nýta endastöð með leið 14 sem endar út á Granda í dag

Leið 4 endar við Skúlagötu í staðinn fyrir Hlemm

Leið 6 ekur Snorrabraut – Hverfisgötu og endar við HÍ

Leið 11 mun aka Flókagötu í stað Háteigsvegar og Rauðarárstígs

Leið 12

Leið 13 mun aka Snorrabraut í stað Rauðarárstígs

Leið 14

Leiðir 5 og 15 aka Borgartún í stað þess að aka í gegnum Hlemm

Leið 16 endar við Skúlagötu í staðinn fyrir Hlemm

Leið 17 endar við Skúlagötu í staðinn fyrir Hlemm

Leið 18 endar við Skúlagötu í staðinn fyrir Hlemm

Breytingar verða einnig á næturstrætó og munu kort af þeim leiðum koma inn þegar nær dregur.

 


Hægt er að senda ábendingar vegna breytinganna á ábendingavef Strætó