Ákveðnar reglur eru til staðar fyrir hópaferðir skólabarna og hópaferðir í tómstundastarfi.
Skólakort
Grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu býðst að fá sérstök skólakort að kostnaðarlausu. Kortin eru notuð til þess að starfsmenn skóla geti farið með hóp barna og ungmenna í strætóferðir á skólatíma.
Tómstundakort
Félögum í tómstunda- og íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu býðst að kaupa tómstundakort yfir sumartímann á 36.500 kr. Kortin eru notuð til þess að starfsmenn félaganna geti farið með hóp barna og ungmenna í strætóferðir. Gildistími tómstundakorta er frá júní og út ágúst.
Skólakort | 0 kr. |
Tómstundakort | 36.500 kr. |
Eftirfarandi skilmálar gilda um kortin
- Kortin gilda einungis í Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
- Leyfilegur notkunartími kortanna er virka daga kl. 9:00 – 15:30.
- Hvert kort gildir fyrir 1- 4 starfsmenn með hverjum hóp.
- Einstaklingar mega ekki nota kortið. Hverjum starfsmanni skal fylgja að lágmarki 3 börn eða ungmenni.
- Ef fjöldi barna- eða ungmenna fer yfir 28 verður að tvískipta hópnum.
- Kortin veita ekki rétt til skiptimiða.
- Misnotkun varðar sviptingu kortsins.
Umsóknir og fyrirspurnir um skóla- og tómstundakort skulu sendast á kort@straeto.is
Strætó
- Kortasala
- kort@straeto.is