Þar sem vefverslunin er ekki tilbúin þá þurfum við að afgreiða kaup á nemakortum í gegnum tölvupóst.

Þið þurfið að millifæra andvirði nemakortsins á reikning Vegagerðarinnar og senda kvittun fyrir greiðslunni á kort@straeto.is

Með kvittuninni þarf að fylgja mynd af korthafa, ásamt nafni og kennitölu.

Greiðsluupplýsingar eru eftirfarandi:

Kennitala: 680269-2899

Reikningnr. 0303-26-8008

Nemendur á landsbyggðinni geta keypt nemakort innan mismunandi landshluta hjá Strætó.

Kortin gilda í 6 mánuði og miðast gildistími við kaupdag.

Eftirfarandi kort verða í boði:

  • Vesturland – Kortið gildir milli höfuðborgarsvæðisins og Staðarskála. Verð: 89.900 kr. 
  • Suðurland – Kortið gildir milli höfuðborgarsvæðisins og Hafnar í Hornafirði. Verð: 89.900 kr.
  • Suðurnes – Kortið gildir milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesjabæjar. Verð: 89.900 kr.
  • Norðurland – Kortið gildir milli Staðarskála og Egilsstaða. Verð: 49.900 kr. 
  • Austurland – Kortið gildir milli Egilsstaða og Hafnar í Hornafirði. Verð: 49.900 kr.

Vafrakökur

Vefsvæði Strætó notar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta virkni vefsins og sníða hann að þörfum hvers notanda.