Klapp er greiðslukerfi sem veitir aðgang að Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að nota 3 greiðsluleiðir til að borga í Strætó. Með Klapp korti, Klapp appi eða Klapp tíu.
Athugið: Klapp greiðslukerfið er ekki í Strætó á landsbyggðinni.
Athuga stöðu á Klapp tíu
Sláðu inn raðnúmer Klapp tíunnar þinnar til þess að athuga hvað eru margar ferðir eftir á henni. Raðnúmerið er staðsett fyrir neðan QR kóðann.

Klappið
Klappið er app sem þú getur notað til að kaupa staka miða eða tímabilskort fyrir Strætó á höfuðborgarsvæðinu.
Mínar síður
Inn á aðgangi þínum á „Mínum síðum“ getur þú verslað tímabilskort og/eða staka miða fyrir Klapp kort og Klapp appið.