Klapp er nýtt rafrænt greiðslukerfi sem veitir aðgang í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirmynd kerfisins er þekkt í almenningssamgöngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjaldið er greitt í vagninum.

Inn á Klappid.is finnur þú allt sem þú vilt fá að vita um Klappið, hvernig á að kaupa kort og miða, hvernig greiðslukerfið virkar, hvar er hægt að kaupa Klapp kort og Tíur, athuga stöðu á Klapp tíu og fleira.