Strætó er þjónustufyrirtæki á sviði almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Gildin sem Strætó starfar samkvæmt eru: Samvinna, áreiðanleiki og drifkraftur.
Með þjálfun og fræðslu er starfsfólk betur í stakk búið til að takast á við verkefni sín, auka hæfni, færni og þekkingu. Þannig er stuðlað að bættri frammistöðu og árangri í starfi með ánægju að leiðarljósi.
Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um áherslur Strætó í fræðslumálum.
Competence+
Strætó er þátttakandi í evrópsku samstarfsverkefni um þjálfun og fræðslu starfsfólks í almenningssamgöngum.
Tilgangurinn er að þjálfa núverandi- og framtíðarstarfsfólk almenningssamgangna til að takast á við krefjandi verkefni í daglegu lífi og störfum. Í þjálfuninni verður beitt ólíkum og nýstárlegum kennsluaðferðum þar sem blandað verður saman einstaklingsnámi, námi á netinu, hópavinnu og vinnusmiðjum auk þess sem sýndarveruleiki verður notaður. Sýndarveruleikinn gefur starfsfólki tækifæri til að nýta þekkingu strax í aðstæðum sem líkjast mjög raunverulegum aðstæðum.
Hér fyrir neðan koma fréttabréf um framgöngu verkefnisins.
Viðfangsefni
Viðfangsefnum þjálfunarinnar er skipt upp í fjóra flokka:
- Umhverfisvitund – að auka vitund starfsfólks á mikilvægi umhverfisvænna samgöngumöguleika og sjálfbærni.
- Vitund um ágreining – að auka færni starfsfólks til að takast á við aðstæður sem gætu leitt til misskilnings og/eða ágreinings.
- Borgaralegt hugrekki – að starfsfólk öðlist sjálfstraust og hugrekki til að grípa inn í mismunandi aðstæður og hjálpa fólki.
- Streitustjórnun – að starfsfólk öðlist stjórn á streitu og bæta almenna heilsu og vellíðan.
Erasmus+ styrkjaáætlunin styður m.a. skiptinám, sjálfboðaliðastarf, ungmennaskipti, símenntun starfsfólks, upplýsingatækni í kennslu, tungumálanám.
Íslenska að leiðandi tungumáli
Markmið Strætó er að auðvelda aðlögun starfsmanna sem hefur annað tungumál en íslensku að fyrirtækinu og samfélaginu. Fyrirtækið hefur síðastliðin ár verið í samvinnu við Retor fræðslu um íslenskukennslu starfsmanna.
Flestir starfsmannanna hafa nú lokið einu til þremur stigum í íslenskunámi. Nýjum starfsmönnum býðst að fara í stöðupróf eftir fastráðningu og svo í kjölfarið á næsta námskeið sem þeim hentar.
Endurmenntun atvinnubílstjóra
Bílstjórar sem aka í farþegum í atvinnuskyni (D og D1) ber að sækja 35 kennslustunda endurmenntun á fimm ára fresti lögum samkvæmt.
Strætó fékk starfsleyfi til að halda námskeið í endurmenntun atvinnubílstjóra árið 2018 og hefur síðan þá haldið fjölda námskeiða á ári hverju fyrir vagnstjóra þ.á.m. í vistakstri, umferðaröryggi, lög og reglum, farþegaflutningum og skyndihjálp.
Nýliðaþjálfun
Strætó notast við fræðslukerfið Eloomi þar sem nýliðakynning, kennslumyndbönd og annað fræðsluefni er að finna.
Nýliðar í þjálfun njóta leiðsagnar svokallaðra „mentora“ til þess að aðlagast betur vinnustaðnum og starfinu.
Innan deilda eru gátlistar „mentora“ með mikilvægustu upplýsingum sem nýliði þarf á að halda.