Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30.


Mætt voru:

  • Kristín María Thoroddsen (KMT)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Hrannar B Eyjólfsson (HBE)
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir (DBG).

Fundinn sat einnig Jóhannes Rúnarsson (JR) sem ritaði fundargerð.


1. Samgöngusáttmálinn

Í framhaldi af kynningarfundi stýrihóps um stöðu verkefna við innleiðingu Samgöngusáttmála fyrir stjórn Strætó þann 14. febrúar 2025, óskuðu nokkrir stjórnarmeðlimir eftir fundi í stjórn Strætó til að ræða nánar þær upplýsingar sem fram komu um framgang verkefnisins og næstu skref. Framkvæmdastjóri fór yfir aðdraganda, kynningar inn í sveitarfélögum og hvað væri framundan í vinnu vegna innleiðingar samkomulags um Samgöngusáttmálann.  Stjórn óskaði eftir að framkvæmdastjóri leitaði svara hjá stýrihópi við spurningum stjórnar sem fram komu á fundinum.  Einnig kom fram að búið er að boða til fundar í stefnuráði Strætó.


2. Endastöð við Skúlagötu

Framkvæmdastjóri kynnti helstu aðgerðir sem gripið hefur verið til til að bregðast við umkvörtunum íbúa vegna vagna sem ganga í lausagangi. Farið var yfir málið heildstætt en brýnt fyrir stjórnendum Strætó að lágmarka hávaðamengun. Framkvæmdastjóri mun funda með hlutaðeigandi íbúum.


Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:00.