Föstudaginn 27. september 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 08:00. Fundurinn var fjarfundur.


Mætt voru:

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Kristín María Thoroddsen (KMT)
  • Örvar Jóhannsson (ÖJ)
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir (EBS)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE )
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir (DBG)

Fundinn sátu einnig Sigurborg Þórarinsdóttir (SÞ), sviðsstjóri mannauðs-og gæðasviðs og Elísa Kristmannsdóttir (EK), fjármálastjóri sem ritar fundagerð.


1. Næturstrætó og innleiðing cEMV

Daði Áslaugarson, deildarstjóri upplýsingatæknimála kom inn á fundinn og fór yfir innleiðingu á EMV sem hófst í vikunni á einni leið. Innleiðingin hefur gengið vel og stefnt er að innleiða EMV í alla skanna í október.

Markús Vilhjálmsson, sviðsstjóri sölu-, markaðs,-og þjónustusviðs fór yfir sölutölur í næturstrætó. Lögð var fram tillaga um að gjald í næturstrætó yrði það sama og almennt stakt fargjald.

Þau sveitarfélög sem eru hluti af næturstrætó samþykktu þá tímabundna breytingu á gjaldskrá næturstrætó.


2. Starfsreglur starfskjaranefnd

Farið var yfir vinnu við starfsreglur starfskjaranefndar. Skipuð var nefnd til að móta starfsreglur fyrir starfskjaranefnd, í nefndinni sitja Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE) formaður, Magnús Örn Guðmundsson (MÖG) varaformaður og Örvar Jóhannsson (ÖJ) meðstjórnandi og Sigrún María sem ráðgjafi. Í framhaldinu lagt fyrir stjórn til samþykktar.


3. Þjónustumál

Lagt var til að fara í  greiningu á þjónustumálum og endurskoðun þjónustustefnu. Samþykkt var að leita tilboða í verkefnið.


Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:15.