Föstudaginn 13. september 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 7:30.
Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Hjördís Ýr Johnson (HÝJ)
- Örvar Jóhannsson (ÖJ)
- Margrét Vala Marteinsdóttir (MVM)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
- Dóra Björt Guðjónsdóttir (DBG)
Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri.
1. Fjárhagsáætlun - staðan
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á fjárhagsáætlun. Haldinn var eigendafundur þann 2. september síðastliðinn, þar sem stjórn Strætó kynnti meginforsendur varðandi fjárhagsáætlun 2025 til 2029 og lagði fram drög að fjárhagsáætlun. Niðurstaða eigendafundar var að áfram yrði unnið að fullmótaðri fjárhagsætlun fyrir byggðasamlagið og umræðu frestað til næsta eigendafundar. Fyrir fundinum liggja trúnaðarmerkt drög að fjárhagsáætlun fyrir Nýtt leiðanet aðlagað að núverandi rekstri Strætó og fjárlagafrumvarpi ársins 2025. Framkvæmdastjóri hefur fundað með akstursaðilum og mögulegt er að auka þjónustumagn í byrjun næsta árs í samræmi við forsendur í uppfærðri rekstraráætlun sem er hluti gagna í uppfærðum Samgöngusáttmála. Forsenda fyrir því er að ákvörðun um slíkt verði tekin fljótlega. Umræðum um fjárhagsáætlun verður framhaldið á næsta stjórnarfundi.
2. Klappið – cEMV og markaðsmál
Daði Áslaugarson, deildarstjóri upplýsingatækni og Markús Vilhjálmsson, markaðsstjóri Strætó kynntu hvað er framundan í Klappinu. Farið var yfir fyrirhugaða markaðssetningu á snertilausum greiðslum/ cEMV og Kapp greiðsluþaki sem stefnt er að verði virkjað í Klappinu síðari hluta septembermánaðar.
3. Evrópuverkefni og inngilding
Sigurborg Þórarinsdóttir, sviðstjóri mannauðs- og gæðamála kynnti inngildingu og stórt Evrópuverkefni sem Strætó leiðir.
4. Fargjaldaálag – reglur og ferlar
Framkvæmdastjóri kynnti stöðu á innleiðingu fargjaldaálags og hvernig staðið verður að innheimtu þess. Reglurnar voru samþykktar í stjórn Strætó á síðasta ári og auglýstar í B-deild Stjórnartíðinda.
Rætt var um framtíðarhlutverk vagnstjóra við staðfestingu fargjalda og viðbótarskanna í vagna. Framkvæmdastjóra falið að útfæra í samræmi við umræður á fundinum.
5. Innra eftirlit
Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri kynnti hvernig innra eftirliti er háttað hjá Strætó.
6. Kjaramál
Í eigendastefnu Strætó er fjallað um starfskjaranefnd og lagði Dóra Björt stjórnarformaður fram tillögu að skipan starfskjaranefndar og starfsreglur til kynningar. Umræðum verður haldið áfram á næsta fundi.
7. Stefnur
Fjallað var um stefnur Strætó á stjórnarfundi þann 17. maí 2024. Óskaði Dóra Björt eftir að fá að kynna sér málefnið nánar og taka aftur upp síðar. Samþykkt var að rýna þjónustustefnu Strætó og setja fram aðgerðaráætlun fyrir 1. desember 2024. Stjórn fól framkvæmdastjóra að hefja undirbúning.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:45.