Föstudaginn 21. júní 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. að Hesthálsi 14 og hófst hann kl. 7:30.
Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Örvar Jóhannesson (ÖJ)
- Kristín Thoroddsen (KT)
- Björg Fenger (BF)
- Dóra Björt Guðjónsdóttir (DBG)
Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri.
1. Kynning frá upplýsingaöryggisstjóra
Úlfar Andri Jónsson upplýsingaöryggisstjóri fór yfir hlutverk og verkefni upplýsingaöryggisstjóra og upplýsingaröryggisnefndar hjá Strætó bs.
Upplýsingaöryggisstjóri er aðkeyptur frá Syndis.
2. Skipulag í aksturdeild
Framkvæmdastjóri fór yfir tillögu að skipulagsbreytingum sem hafa það markmið að efla stjórnun og færa hana nær stórum framlínuhóp vagnstjóra. Tillagan fellst í að rekstrarsvið, en undir því er um 80% af starfsmönnum, verði skipt upp í tvö svið, aksturssvið (akstursdeild) og rekstrarsvið (viðgerðir, innkaup o.fl.). Stjórnin samþykkir og heimilar framkvæmdstjóra að innleiða umræddar tillögur.
3. Umhverfismál og áreiti - tölfræði
Framkvæmdastjóri fór yfir hvernig Strætó hefur tengt þrjú heimsmarkmið inn í stefnur Strætó, þ.e. markmið. 11, 12 og 13. Áfram verður unnið að innleiðingu fleiri heimsmarkmiða inn í stefnur Strætó.
Framkvæmdastjóri kynnti feril varðandi einelti, áreitni og ofbeldi og fór yfir tilkynnt mál og stöðu þeirra.
Rætt var um ferli ábendinga frá viðskiptavinum. Ábendingahnappur er á upphafssíðu á heimasíðu Strætó. Unnið er með allar ábendingar sem berast og þær nýttar sem umbótatæki til að bæta þjónustu Strætó.
4. Akstur á menningarnótt
Framkvæmdastjóri fór yfir fyrirkomulag að akstri á menningarnótt, lagt er til að fyrirkomulagið verði eins og 2023 þó þannig að hefðbundin gjaldskrá gildir yfir daginn en tæming verði gjaldfrjáls eins og undanfarin ár.
5. Fjárhagsáætlun 2025 og helstu forsendur og hugleiðingar
Framkvæmdastjóri og fjármálastjóri fóru yfir punkta vegna vinna við fjárhagsáætlun næstu ára. Aðkeyptur akstur mun hækka um 600 m.kr. í nýjum samningi á næsta ári og var farið yfir mögulegar aðgerðir til að bregðast við því. Huga þarf að því á næsta ári að hefja uppbyggingu hleðsluinnviða vegna orkuskipta. Verið er að meta áhrif þess á fjárstreymi næstu ára. Farið var yfir mögulegar hagræðingaleiðir fyrir næstu ár.
Framkvæmdastjóri kynnti kostnað við það að vagnar verði leigðir til skemmri tíma á rekstrarleigu til að bæta vagnastöðu og ná fram hagræði í rekstrarkostnaði.
Stjórn fól framkvæmdastjóra að leggja til við eigendafund Strætó tillögu um að taka vagna á rekstrarleigu til allt að 4 ára.
Stjórn fól framkvæmdastjóra að stilla upp tillögu að fjárhagsáætlun næstu ára fyrir næsta stjórnarfund.
6. Bréf frá umboðsmanni barna varðandi verklagsreglur um börn
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögu að svari við bréfi umboðsmanns barna varðandi verklagsreglur um börn. Stjórn fól framkvæmdastjóra að svara í samræmi við umræður á fundinum.
7. Bréf frá Garðabæ og Hafnarfirði varðandi kosningu í stjórn
Lagt var fram erindi frá Hafnarfirði dagsett 19. júní 2024 og Garðabæ, dagsett 12. júní 2024 varðandi kjör aðalmanna og varamanna í stjórn Strætó.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:45.