Föstudaginn 17. maí 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. í bæjarstórasalnum að  Hálsabraut 2, Kópavogi  og hófst hann kl. 7:30.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (EBH)
  • Dóra Björt Guðjónsdóttir (DBG)

Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri.


1. Árshlutauppgjör jan til mars 2024

Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri fór yfir árshlutauppgjörið. Hagnaður fyrstu þrjá mánuði var 191 m.kr. Fargjöld eru lítillega að aukast sem og innstig. Aukning í sölu farmiðla aldraðra og öryrkja skýrir hækkun umfram samþykkt rekstrarframlag frá eigendum. Rekstrargjöld hækka um 4% milli tímabila, þar af hækkar launakostnaður mest eða um 7%. Rekstur vagna og aðkeyptur akstur hækkar um 2%, þar af hækkar aðkeyptur akstur um 5% sem er í samræmi við hækkun verðlags. Viðhaldskostnaður lækkar nokkuð milli tímabila sem skýrist af því að óvenjuhár viðhaldskostnaður var á fyrsta ársfjórðungi 2023, er skipta þurfti um nokkrar vélar í vögnum. Eldsneyti lækkar um 7% á milli tímabila. Handbært fé  er mjög lágt og hefur sjóðstaða farið hættulega nálægt núlli í janúar og febrúar. Eigið fé neikvætt um 174 m.kr. Nýlokið er aksturútboði, en akstur skv. því hefst í ágúst 2024. Um er að ræða sambærilegt magn og hefur verið í útboði. Verð hafa hækkað sem endurspegla kostnaðarverðshækkanir og er umfram áætlun ársins 2024.  Stjórn og stjórnenda bíða það verkefni að fjármagna aukinn kostnað og er fyrirhugað að hafa vinnufund á næstu vikum.


2. Stefnur Strætó

Lagt fram stefnur Strætó. Framhaldsumræða verður á næsta stjórnarfundi.


3. Gjaldskrármál

Samkvæmt gjaldskrárstefnu Strætó hækkar gjaldskrá tvisvar á ári í samræmi við hækkun vísitölu. Gert er ráð fyrir að 1. júlí hækki gjaldskrá.


4. Sölutölur jan-apríl og fjöldi notenda

Farið yfir tekjur af farþegum fyrir janúar til apríl 2024. Sala er tæp 3% undir áætlun, en sala á árskortum er undir áætlun. Helstu sölumánuðir árskorta eru í ágúst og september, en þróunin virðist þó vera í þá átt að viðskiptavinir kaupi frekar styttri tímabil. Farið yfir staðgreiðslu og innbrot í bauka og kostnað við að lagfæra þá.


5. Fjármál, rekstrarleyfi og vagnastaða hjá Strætó

Framkvæmdastjóri  fór yfir minnisblað sem lagt var fyrir fundinn. Fjárhagsstaða Strætó er þung, vagnar eldast og rekstrarkostnaður þeirra hækkar. Vanfjármögnun Strætó í gegnum árin og bæting tekna vegna Covid hafa dregið úr tækifærum Strætó til þjónustubóta og staðið í vegi fyrir eðlilegri endurnýjun vagnaflotans og orkuskiptum.  Mikilvægt er að sem fyrst verði fundin lausn á fjárhagsskipan Strætó. Tekjumódel Strætó þarf að skoða nánar og eru nokkrir tekjuliðir sem hafa ekki hækkað til samræmis við hækkun vísitölu, má þar helst nefna framlag ríkisins til eflingar almenningssamgangna og framlag vegna nemakorta. Er þar mikil halli á og væri ríkisframlagið um helmingi hærra ef það héldi verðgildi sínu frá 2012 og því uppsafnað nokkur hundruð milljónir króna. Nemaframlagið væri tvöfalt hærra ef það héldi raunvirði frá því það var tekið upp. Frekari umræður um fjárhagsskipan og tillögur til lausnar verða teknar fyrir á vinnufundi stjórnar.

Vinna við undirbúning endurnýjunar rekstrarleyfis er í fullum gangi hjá Samgöngustofu og Innviðaráðaneytinu.

Stjórn Strætó leggur ríka áherslu á að úr þessu verði bætt og að þessu verði hugað í samningaviðræðum um rekstrarfyrirkomulag til framtíðar svo markmið um notkun almenningssamgangna nái fram að ganga.


6. Félagsform Strætó

Stjórnin heimilar framkvæmdastjóra að athuga hvort samlegðaráhrif séu með vinnu sem er að hefjast hjá Sorpu, varðandi hentugt félagsform á byggðasamlögum.


7. Kjarasamningar

Framkvæmdastjóri lagði til að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningagerðar fyrir hönd Strætó við þau stéttarfélög sem hafa samning við Strætó.

Stjórn Strætó samþykkir framlagða tillögu og felur framkvæmdastjóra að ganga frá samningi við Samband íslenskrar sveitarfélaga.


8. Fjarfundir

Umræður um fjarfundi og verður þeirri umræðu áframhaldið.


9. Leiðakerfi í Hafnarfirði

Fulltrúi Hafnarfjarðar í stjórn Strætó KT, óskaði eftir því að kannað yrði hvernig hægt væri að bæta þjónustu almenningssamgangna út á iðnaðarsvæðið á Völlunum. Í dag er þjónustan í formi pöntunarþjónustu.


10. Útboðsmál - staðan

Framkvæmdastjóri upplýsti að tilkynnt var til bjóðanda að tilboði lægstbjóðanda væri samþykkt og samningar þar með komnir á.


Önnur mál

Í upphafi fundar voru lögð fram tvö bréf frá forsætisnefnd Reykjavíkurborgar þar sem tilkynnt var að Dóra Björt Guðjónsdóttir hefði verið kosin aðalmaður í stjórn Strætó og Alexandra Briem kosin varamaður. Framkvæmdastjóra var falið að tilkynna um breytinguna til fyrirtækjaskrár RSK.

Andri Steinn Hilmarsson vék af fundi kl. 9:30.

Fundi slitið kl. 9:40.