Þriðjudaginn 29. apríl 2024 var haldinn fjarfundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 12:00.
Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Kristín Thoroddsen (KT)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (EBH)
- Alexandra Briem (AB)
Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
1. Rekstrarleyfi Strætó
Strætó hefur sótt um endurnýjun á rekstrarleyfi til farþegaflutninga til Samgöngustofu. Eitt skilyrða leyfisins er að eigið fé sé jákvætt. Skv. síðasta ársuppgjöri er eigið fé Strætó neikvætt þó gjaldhæfi félagsins sé tryggt til áframhaldandi reksturs. Strætó er byggðasamlag með ótakmarkaða ábyrgð eigenda sinna, sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og því tryggt að félagið fari aldrei í gjaldþrot. Verið er að vinna með Samgöngustofu og Innviðaráðaneytinu að lausn málsins. Núverandi rekstrarleyfi gildir til 28. maí 2024.
Magnús Örn Guðmundsson, stjórnarformaður, vék af fundi vegna hæfismála fyrir næsta lið og Alexandra Briem tók við stjórn fundarins.
2. Útboð á akstri
Sigurður Guðjón Jónsson, sérfræðingur hjá Cowi sat fundinn undir þessum lið. Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna í útboðinu og næstu skref. Lagt var fram minnisblað frá Sigurði G. Jónssyni, ráðgjafa frá Cowi, dagsett 26. apríl 2024. Þar er rakinn ferill samkeppnisviðræðnanna og lokatilboð bjóðenda. Tveir bjóðendur skiluðu lokatilboðum í verkið.
Stjórn Strætó samþykkir í samræmi við framlagt minnisblað að heimila framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Almenningsvagna Kynnisferðir ehf. um útboðshluta 1 og 2 og við Hagvagna ehf. um útboðshluta 3. Jafnframt samþykkir stjórn að fela framkvæmdastjóra í samvinnu við Innkaupadeild Reykjavíkurborgar, að tilkynna þátttakendum þá ákvörðun.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið um 12:40.