Mánudaginn 11. mars 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 08:00.


Mætt voru: 

  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (EBH)
  • Alexandra Briem (AB)

Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.


1. Útboð á akstri - staðan

Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH og Birgir B. Sigurjónsson ráðgjafi SSH, komu á fundinn og fóru yfir viðræður við ríkið varðandi rekstrarframlag og orkuskiptaframlag til almenningssamgangna og áhrif útboðs á akstri á þær. Ríkið leggur mikla áherslu á að sveitarfélögin stuðli að orkuskiptum í því útboði.

Sigurður G. Jónsson, ráðgjafi frá Cowi og Guðmundur Siemsen, lögmaður sátu fundinn undir þessum lið og var farið var yfir stöðuna og í framhaldinu ákveðið að óska eftir eigendafundi Strætó við stjórn SSH, þar sem ræða þarf atriði sem tengjast fjármögnun og orkuskiptum. Stjórn heimilaði framkvæmdastjóra að halda viðræðum áfram við bjóðendur í samræmi við umræður á fundinum og framlagt minnisblað frá stjórnarfundi þann 8. mars 2024, merkt trúnaðarmál.


Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:15.