Föstudaginn 8. mars 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 7:30.
Mætt voru:
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (EBH)
- Alexandra Briem (AB)
- Kristín Thoroddsen (KT)
Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
1. Útboð á akstri - staðan
Lagt var fram minnisblað frá Sigurði G. Jónssyni, ráðgjafa frá Cowi og Guðmundi Siemsen, lögmanni frá Advel varðandi hleðsluinnviði og næstu skref í útboðinu. Óskað er eftir að aðilar frá viðræðunefnd sveitarfélaganna um rekstur almenningssamgangna til framtíðar komi á næsta fund. Verðtillögur frá bjóðendum sýna að orkuskiptin kosta umtalsverðar fjárhæðir og þarf að meta hvað miklu er eðlilegt að kosta til í því umhverfi sem sveitarfélögin eru í. Stjórn óskaði eftir því að á næsta fundi væru lagðar fram tölulegar stærðir sem tengjast því útboði á akstri sem nú er í ferli.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið um 8:20.