Miðvikudaginn 6. mars 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 7:30.
Mætt voru:
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (EBH)
- Alexandra Briem (AB)
- Kristín Thoroddsen (KT)
Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð og Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri Seltjarnarness sem áheyrnarfulltrúi.
1. Útboð á akstri
Sigurður G. Jónsson, ráðgjafa frá Cowi og Guðmundur Siemsen, lögmaður tóku sæti á fundinum undir þessum lið. Áður en óskað er eftir frekari upplýsingum frá bjóðendum, fór Sigurður yfir stöðuna og þau atriði sem skýra þarf betur eftir að bjóðendur skiluðu inn verðtillögu. Samkeppnisviðræður eru á 2. þrepi en haldnir hafa verið fundir með bjóðendum þar sem þeir fara yfir tillögu sínar að framkvæmd þjónustunnar. Stjórn óskar eftir minnisblaði varðandi hleðsluinnviði.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið um 8:10.