Föstudaginn 19. janúar 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 13:00.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (EBH)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Lovísa Jónsdóttir boðaði forföll.

Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.


1. Grindavík

Í ljósi aðstæðna vegna jarðhræringa á Reykjanesi vill stjórn styðja við bakið á ungmennum frá Grindavík og samþykkti að frítt verði fyrir ungmenni 12 til 17 ára í strætó á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórn fól framkvæmdastjóra að útfæra þetta í samráði við forsvarsmenn Grindavíkur.

Magnús Örn Guðmundsson vék af fundi eftir umræður um þennan lið.


2. Útboð á akstri

Fyrir fundinum lá minnisblað frá Advel lögmönnum, dagsett 18. janúar 2024 þar sem skýrð voru þau atriði sem óljós voru í útboðsgögnum og viðræðuferlinu.

Stjórn heimilaði framkvæmdastjóra að senda út útboðsgögn til þeirra sem sóttu um í forvali um samkeppnisviðræður.


Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið um 14:00.