Þriðjudaginn 16. janúar 2024 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 13:00.
Mætt voru:
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Gunnar Valur Gíslason (GVG)
- Alexandra Briem (AB)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Kristín Thoroddsen (KT)
Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð.
1. Útboð á akstri
Fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum nr. 15937, minnisblað frá Mannviti og Advel lögmönnum dagsett 13.11 2023. Umræður urðu um tímasetningu orkuskipta, óvissuþætti vegna orkuskipta og rekstrarstöðu Strætó.
Stjórn óskaði eftir að fá minnisblað frá lögmanni Strætó þar sem ferlið er skýrt.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið um 14:00.