Þriðjudaginn 11. desember  2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 10:00. Fundurinn var haldinn í fjarfundi.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.


1. Dómsmál Teitur gegn Strætó bs.

Föstudaginn 17. nóvember 2023 kvað Landsdómur upp úrskurð í máli Teits ehf gegn Strætó vegna akstursútboðs frá 2010. Strætó var dæmt til að greiða skaðabætur til Teits. Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að fá álit lögmanns á niðurstöðunni.

Stjórn Strætó ræddi á sérstökum fundi um efnið og hefur ákveðið að leita ekki eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eftir að hafa vegið gaumgæfilega kosti og galla þess að halda áfram með málið. Að vel undirbúnu máli ákvað stjórnin samhljóða að áframhaldandi málarekstur muni ekki þjóna hagsmunum Strætó og una niðurstöðu Landsréttar og fól framkvæmdastjóra að leita til eigenda Strætó um aukið framlag til að mæta niðurstöðu dómsins.


Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 10:30