Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Alexandra Briem (AB)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Kristín Thoroddsen (KT)
Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.
1. Árshlutauppgjör janúar til september 2023
Elísa Kristmannsdóttir, deildarstjóri fjármála kom á fundinn og kynnti níu mánaða árshlutauppgjör.
2. Vagnakaupaútboð - niðurstaða
Strætó bauð út vagnakaup, framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna og fól stjórn framkvæmdastjóra að taka tilboði lægstbjóðanda; Tyrfingsson ehf. Samþykktin er með fyrirvara um að uppfylltir séu allir skilmálar útboðsins.
3. Tryggingarútboð
Strætó bauð út tryggingar og fékk Svein Segatta frá Áhættulausnum til að sjá um útboðið. Tilboð bárust frá fjórum tryggingarfélögum og eftir yfirferð tilboða var tilboð lægstbjóðanda VÍS metið gilt. Stjórn fól framkvæmdastjóra að ganga til samninga við VÍS.
4. Dómsmál Teitur gegn Strætó bs
Föstudaginn 17. nóvember 2023 kvað Landsdómur upp úrskurð í máli Teits ehf gegn Strætó vegna akstursútboðs frá 2010. Strætó var dæmt til að greiða skaðabætur til Teits. Fyrir fundinum lá minnisblað frá Antoni B. Markússyni lögmanni um niðurstöðu Landsréttar.
Fjallað verður nánar um niðurstöðuna á næsta fundi stjórnar.
5. Vagnakaup næsta árs
Umræður urðu um vagna, en í fjárhagsáætlun 2024 er gert ráð fyrir að fjárfesta í nýjum rafvögnum. Framkvæmdastjóra var falið að gera þarfagreiningu í samræmi við umræður á fundinum.
6. Sölutölur
Markús Vilhjálmsson, markaðs- og sölustjóri kom á fundinn og kynnti sölutölur ársins til dagsins í dag. Salan er rétt yfir áætlun ársins. Farið var yfir frávik frá áætlun en helstu frávik eru vegna tafa við innleiðingu á snertilausum greiðslum. Farið var yfir að samkvæmt áætlun birgja (FARA A/S) er gert ráð fyrir að allir skannar verði uppfærðir í desember og að stefnt sé að því að hægt sé að greiða með snertilausum greiðslum í febrúar 2024. Stjórn brýnir stjórnendur að þrýsta á birginn að standa við þessa tímaáætlun enda er orðin um ársseinkun á þessari virkni í greiðslukerfinu.
Fargjaldatekjur
7. Starfsáætlun 2024
Fyrir fundinum lágu drög að starfsáætlun stjórnar fyrir árið 2024. Breytingar verða gerðar á henni í samræmi við umræður á fundinum. Gert er ráð fyrir að hún verði tekin til endanlegrar samþykktar á næsta fundi stjórnar.
8. Innri endurskoðunaráætlun
Drög að endurskoðunaráætlun var kynnt.
Magnús Örn Guðmundsson, vék af fundi fyrir næsta dagskrárlið vegna hæfismáls og Alexandra Briem tók við stjórn fundarins.
9. Útboð á akstri
Strætó hefur hafið nýtt innkaupaferli vegna aðkeypts akstur. Send var út auglýsing um nýtt innkaupaferli, en ákveðið var að viðhafa samkeppnisviðræður í samræmi við minnisblað og ákvörðun stjórnar á stjórnarfundi þann 8. nóvember. Gert er ráð fyrir að forvalsgögn verði send út í byrjun næstu viku.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:20.