Föstudaginn 20. október 2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.
Mætt voru:
- Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
- Alexandra Briem (AB)
- Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
- Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
- Lovísa Jónsdóttir (LJ)
- Kristín Thoroddsen (KT)
Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Elísa Kristmannsdóttir.
1. Fjárhagsáætlun áframhaldandi umræður
Framkvæmdastjóri og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri fóru yfir fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 til 2028. Farið var yfir helstu aðgerðir í markaðs- og sölumálum á næsta ári, en tekjuáætlun ársins 2024 er metnaðarfull og mikilvægt að öll sveitarfélög sem standa að Strætó styðji við eflingu almenningssamgangna og hvetji til aukinnar notkunar á þeim. Á árinu 2028 er gert ráð fyrir að byrjað verði að greiða af græna láninu sem tekið var á árinu 2022 til að fjárfesta í umhverfisvænum vögnum. Stjórn Strætó leggur áherslu á að unnið verði í því að fjárhagsskipun Strætó til framtíðar verði leyst sem allra fyrsta.
2. Útboð Strætó nr. 15887
Áframhaldandi umræður um útboð á akstri. Á fundinn gegnum fjarfundabúnað kom Sigurður Guðjón, ráðgjafi frá Mannviti, sem sá um framkvæmd og undirbúning útboðsins. Farið var yfir stöðuna og ákveðið að halda aukafund til að ræða málin frekar og fá Guðmund Siemsen, lögfræðing til að reifa stöðuna og svara spurningum.
3. Kjarasamningsviðræður við Sameyki
Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á viðræðum við Sameyki, stefnt er að því að gera skammtímasamning til 31. mars 2024.
Önnur mál
Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:30.