Föstudaginn 13. október  2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Elísa Kirstmannsdóttir.


1. Fjárhagsáætlun áframhaldandi umræður

Framkvæmdastjóri og Elísa Kristmannsdóttir, fjármálastjóri kynntu drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2024. Gert er ráð fyrir að tekjur aukist um tæp 16% milli áranna og að rekstrarniðurstaða verði jákvæð um rúmar 10 milljónir króna. Fjárfesting á næsta ári verði um 400 milljónir króna. Stjórn samþykkir að leggja fjárhagsáætlun fyrir eigendafund Strætó sem haldinn verður mánudaginn 16. október nk. til samþykktar. Stjórn Strætó leggur áherslu á að unnið verði í því að fjárhagsskipun Strætó til framtíðar verði leyst sem allra fyrsta.

Drög að fjárhagsáætlun 2024

Drög að fjárhagsáætlun 2024

2. Útboð Strætó nr. 15887

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna og tilboð sem bárust. Fjögur tilboð bárust í þrjá útboðshluta og voru öll þeirra yfir kostnaðaráætlun. Lagt var fram minnisblað frá lögfræðingi félagsins varðandi mögulegar leiðir. Haldnir voru skýringarfundir með lægstbjóðendum í hvern útboðshluta. Verið er að fara ítarlega yfir tilboðin og verður málið tekið upp að nýju á eigendafundi Strætó, mánudaginn 16. október og rætt áfram á vettvangi stjórnar á næsta stjórnarfundi.


Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 9:30.