Föstudaginn 7. júlí 2023 var haldinn fundur í stjórn Strætó bs. og hófst hann kl. 07:30. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  • Örvar Jóhannsson (ÖJ) á fjarfundi
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sat einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR) framkvæmdastjóri sem ritaði fundargerð og Elísa Kristmannsdóttir.


1. Útvistun

Framkvæmdastjóri fór yfir niðurstöðu eigendafundar varðandi frekari útvistun. Málinu var frestað til næsta eigendafundar í lok ágúst. Farið var yfir gögn og skýrslur sem unnar hafa verið í gegnum tíðina og styðja frekari útvistun. Framkvæmdastjóri mun kanna hvað liggur að baki því að hin Norðurlöndin útvista öllum rekstri.


2. Forsendur fjárhagsáætlunar 2024

Elísa Kristmannsdóttir deildarstjóri fjármála kom á fundinn og fór yfir þróun vísitalna það sem af er ári og bar saman við forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023. Farið var yfir helstu áhersluatriði í fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Megin forsendur fjárhags- og starfsáætlun 2024-2028 - drög

Megin forsendur fjárhags- og starfsáætlun 2024-2028 drög

3. Öryggisbrestur - staðan

Framkvæmdastjóri fór yfir stöðuna á málinu vegna öryggisbrests sem átti sér stað í lok árs 2021, þegar brotist var inn í tölvukerfi Strætó.


4. Sölutölur apríl til júní

Framkvæmdastjóri fór yfir sölutölur júnímánaðar. Sala janúar til loka júní er nálægt áætlun. Sala stakra miða er undir áætlun sem skýrist af  því að innleiðing snertilausra greiðslna (cEMV) hefur tafist en gert var ráð fyrir að henni yrði lokið í byrjun sumars.

Fargjaldatekjur apríl til júní

Fargjaldatekjur apríl til jún

Önnur mál

Framkvæmdastjóri fór yfir Navilens verkefnið sem unnið er í samstarfi við Blindrafélagið. Mun stórbæta þjónustu við blinda og sjónskerta og aðgengi þeirra að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 8:50.