Miðvikudaginn 8. mars 2023 var haldinn vinnufundur stjórnar Strætó bs. og hófst hann kl.  11:45. Fundurinn var haldinn að Hesthálsi 14.


Mætt voru: 

  • Magnús Örn Guðmundsson (MÖG)
  • Alexandra Briem (AB)
  • Hrannar Bragi Eyjólfsson (HBE)
  • Andri Steinn Hilmarsson (ASH)
  •  Lovísa Jónsdóttir (LJ)
  • Kristín Thoroddsen (KT)

Fundinn sátu einnig Jóhannes S. Rúnarsson (JSR), framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð og Ingvar H. Jóhannesson (IHJ), sviðsstjóri rekstrarsviðs.

1. Útboð á akstri 2024

Sigurður Guðjón Jónsson og Valdimar Jónsson, sérfræðingar frá Mannviti fóru yfir vinnugögn vegna útboðs á akstri.  Umræður urðu um stærð útboðspakka, samningstíma, kröfur um hraða orkuskipta o.fl.

Stjórn samþykkti að á næsta stjórnarfundi yrðu drög að útboðsgögnum lögð fyrir fundinn til samþykktar.

Kristín Thoroddsen vék af fundi kl. 12:45.

Önnur mál

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl. 13:20.